Fara í efni  

Fréttir

Verulegur ávinningur af þátttöku Íslands í Norðurslóðaáætlun

Verulegur ávinningur af þátttöku Íslands í Norðurslóðaáætlun
Golli

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Byggðastofnun hafa birt greinargerð um starfsemi Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPA) fyrir árin 2014-2020. Tilgangurinn með greinargerðinni er að leggja mat á árangur og ávinning Íslands af þátttöku í samstarfinu en ný áætlun er í undirbúningi fyrir tímabilið 2021-2027.

Ísland hefur verið aðili að NPA áætluninni frá árinu 2002. Eitt af markmiðum með þátttöku Íslands er að efla stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinni í alþjóðlegu samstarfi. Aðildin er hluti af byggðastefnu stjórnvalda og skilgreind sem slík í byggðaáætlun. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og eflingu búsetuþátta og mannauðs. 

Heildarframlag til NPA á tímabilinu 2014-2020 var 56,5 milljónir evra en þar af var framlag Íslands 3 milljónir evra, eða að meðaltali um 60 milljónir króna á ári. Alls hafa 58 verkefni fengið styrk og Ísland er þátttakandi í 31 verkefni, sem langflest eru staðsett á landsbyggðinni. Fjöldi verkefna, þátttakenda og afurðir benda til þess að ávinningur Íslands sé verulegur af þátttökunni og að íslenskir þátttakendur séu eftirsóttir samstarfsaðilar.

Núverandi tímabili Norðurslóðaáætlunarinnar lýkur um næstu áramót. Lagðar hafa verið fram tillögur um tvö áherslusvið sem umræðugrundvöllur fyrir endurskoðun áætlunarinnar. Þau eru: 

  1. Snjallari Evrópa með því að stuðla að nýsköpun og snjöllum efnahagsbreytingum.
  2. Grænni Evrópa þar sem stuðlað verði að lágkolefnasamfélögum, hreinum og vistvænum orkuskipum, grænum og bláum fjárfestingum, hringrásarhagkerfi og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjóranrráðuneytisins.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389