Fara í efni  

Fréttir

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna haldinn á Breiðdalsvík

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna fór fram dagana 7. og 8. maí á Breiðdalsvík. Fundurinn er árlegur viðburður sem Byggðastofnun heldur í samstarfi við landshlutasamtökin þar sem starfsfólk stofnunarinnar, framkvæmdastjórar landshlutasamtaka og atvinnuráðgjafar þeirra koma saman og rýna í sameiginleg verkefni, samstarf og áskoranir á sviði byggðamála og atvinnuþróunar. 

Á fundinum kynnti Kristján Halldórsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, niðurstöður íbúakönnunar í brothættum byggðum, Erna Kaaber og Anna Hildur Hildibrandsdóttir fluttu fróðlegt erindi um rannsóknir á sviði menningar og skapandi greina og opnuðu þannig fyrir áhugaverðar umræður um sóknarfæri í þessum mikilvæga geira. 

Eftir kaffihlé hélt Sveinbjörg Pétursdóttir hjá SSNV erindi um hvernig megi beita vísindalegri nálgun við ráðgjöf til frumkvöðla og fyrirtækja. Að því loknu tóku fundargestir þátt í vinnustofu þar sem þeir unnu saman að ýmsum verkefnum er snúa að atvinnuráðgjöf og samstarfi milli landshluta. Fundardagurinn endaði á vettvangsferð um Breiðdalsvík og kvöldverði á Hótel Breiðdalsvík. 

Á öðrum fundardegi fluttu fulltrúar Byggðastofnunar stutt erindi um aðlögun sveitarfélaga að loftslagsbreytingum, kynntar voru  fyrstu niðurstöður þjónustukönnunar Byggðastofnunar fyrir árið 2024 ásamt því að sagt var frá þróun nýrrar byggðavísitölu. Þessi atriði gefa mikilvæga innsýn í stöðu og þróun byggðamála en þau voru dregin saman með skýrum hætti og sett í samhengi við vinnu atvinnuráðgjafa um allt land. Sérstaka athygli vakti erindi Lilju Sifjar Magnúsdóttur hjá Austurbrú um áhrif stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Þar fjallaði hún um niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar á áhrifum álvers Alcoa í Reyðarfirði á samfélagið á Austurlandi.  

Fundinum lauk með vinnustofu þar sem rætt var um fyrirhugaða náms- og kynnisferð erlendis sem er liður í faglegri þróun og miðlun reynslu og þekkingar. 

Fundurinn var afar vel heppnaður og skapaðist bæði gott samtal og skýr sýn á sameiginleg tækifæri og áskoranir. Slíkir viðburðir eru mikilvægir fyrir áframhaldandi samstarf og eflingu tengslanets atvinnuráðgjafa víðsvegar um landið. 

Byggðastofnun vill færa öllum þeim sem tóku þátt í fundinum kærar þakkir fyrir virka þátttöku og ánægjulega samveru á Breiðdalsvík. 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389