Fara í efni  

Fréttir

Vorfundur atvinnuţróunarfélaganna og Byggđastofnunar

Dagana 19. og 20. maí var vorfundur atvinnuţróunarfélaganna og Byggđastofnunar haldinn í Reykjanesbć. Á fundinn mćttu starfsmenn atvinnuţróunarfélaga af öllu landinu. Flutt voru 10 erindi, m.a. um eignarhald kvenna í atvinnurekstri, um vaxtarsamning fyrir Eyjafjörđ, um landshlutaáćtlanir, skipulagsmál höfuđborgarinnar og byggđaţróun, rannsókn á samfélagsáhrifum framkvćmda á Austurlandi og um byggđaáćtlun 2006-2009.

Árlegur vorfundur atvinnuţróunarfélaganna og Byggđastofnunar var haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbć dagana 19. og 20 maí sl. Á fundinn mćttu um 25 manns víđa af landinu, starfsmenn atvinnuţróunarfélaganna og Byggđastofnunar. Flutt voru 10 erindi um margvíslegt efni:

Sigríđur Elín Ţórđardóttir, ţróunarsviđi Byggđastofnunar, “Athafnafólk og stođkerfi atvinnulífsins”. Erindi Sigríđar Elínar byggir á nýlegri rannsókn hennar á eignarhaldi kvenna í atvinnurekstri, sem var framlag Íslands í rannsókn fimm landa á stöđu kvenna í atvinnurekstri, unniđ innan rammaáćtlunar ESB um jafnrétti kynjanna. Sigríđur Elín fjallađi m.a. um ţađ í erindi sínu hvernig stođkerfi atvinnulífsins nýttist athafnafólki í úrtakinu.

Magnús Ţór Ásgeirsson, Atvinnuţróunarfélagi Eyjafjarđar, “Atvinnuţróunarfélög sem stjórnsýsla vaxtarsamninga”. Magnús kynnti vaxtarsamning fyrir Eyjafjörđ, sem hefur ţađ m.a. ađ markmiđi ađ efla Eyjafjarđarsvćđiđ og fjölga fyrirtćkjum og íbúum. Magnús gerđi grein fyrir ţeim fjórum klösum sem stofnađir voru í tengslum viđ vaxtarsamninginn. Ţá lýsti hann verkefnum félagsins í tengslum viđ vaxtarsamninginn, en framlag AFE til samningsins er eitt stöđugildi, auk fjárframlags.

Tryggvi Finnsson, Atvinnuţróunarfélagi Ţingeyinga, “Stjórnsýsla og atvinnuţróunarfélög”. Tryggvi sagđi ađ ţar sem fjármagn til atvinnuţróunarfélaganna komi úr tveimur áttum, frá ríki og sveitarfélögum, ţá geri ţađ starfiđ í raun ómarkvissara og rekstrarleg ábyrgđ sé oft óljós. Rekstrarform félaganna sé breytilegt og samrekstur atvinnuţróunarfélaga og landshlutasamtaka er orđinn algengari, sbr. Vestfirđir og Norđurland vestra. Mikil samţjöppun er ađ verđa í stjórnsýslu sveitarfélaga međ fćkkun og stćkkun ţeirra.

Stefán Stefánsson, Ţróunarfélagi Austurlands, “Rannsóknir og atvinnuţróunarfélög”. Ađ mati Stefáns á Byggđastofnun ekki ađ sinna byggđarannsóknum, heldur háskólar og atvinnuţróunarfélög, sem eru útstöđvar Byggđastofnunar. Byggđastofnun eigi hins vegar ađ hafa umsjón međ rannsóknum og biđja um ţćr. Hann nefndi tvö áhersluatriđi varđandi framtíđar stefnumótun byggđarannsókna, annars vegar ađ huga betur ađ ţví sem kallast félagsauđur (social capital) og hins vegar ađ gera ţurfi átak í ţekkingaryfirfćrslu.

Árni Ragnarsson, ţróunarsviđi Byggđastofnunar, “Landshlutaáćtlanir og atvinnuţróunarfélög”. Árni kynnti samstarfsverkefni Byggđastofnunar og Skipulagsstofnunar, sem er NPP-verkefni (Spatial Planning) sem fjallar um samţćttingu landrćnnar skipulagsvinnu og byggđaáćtlana. Í erindinu velti Árni m.a. fyrir sér hlutverki atvinnuţróunarfélaga viđ gerđ landshlutaáćtlana.

Ađalsteinn Óskarsson, Atvinnuţróunarfélagi Vestfjarđa, “Rekstur atvinnuţróunarfélaga”. Ađalsteinn fjallađi m.a um erfiđa fjárhagsstöđu AtVest og hvernig hefur tekist ađ bćta hana, m.a. međ ţví ađ efla samstarf AtVest og Fjórđungssambandsins, en nú sér AtVest um rekstur beggja. Vaxtarsamningur fyrir Vestfirđi mun einnig efla félagiđ. Stefnt er ađ ţví ađ auka starfsemina, m.a. međ útstöđvum á Patreksfirđi og Hólmavík. Ađalsteinn sagđi ađ stjórnvöld ţurfi ađ koma til móts viđ atvinnuţróunarfélögin, ekki síst viđ endurskođun byggđaáćtlunar og auka ţurfi framlög.

Salvör Jónsdóttir, sviđsstjóri skipulags- og byggingarsviđs Reykjavíkurborgar, “Höfuđborgin og byggđaţróun”. Salvör lýsti áćtlunum borgarinnar um íbúđabyggđ og vandamálum varđandi ţéttingu byggđar. Ađ hennar mati á allt landiđ ađ vinna saman ađ skipulagsmálum. Ţađ vakti athygli fundargesta hve hátt hlutfall af höfuđborgarlandinu fer undir samgöngumannvirki, eđa 50%. Ţetta hlutfall er mun lćgra víđa í Evrópu. Salvör telur ađ rćđa ţurfi framtíđ flugvallarins viđ alla hagsmunaađila, einnig íbúa utan höfuđborgarinnar sem nota flugvöllinn mest – og finna samkomulag.

Grétar Ţór Eyţórsson og Kjartan Ólafsson, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, “Rannsókn á samfélagsáhrifum virkjana- og álversframkvćmda á Austurlandi”. Markmiđ ţessarar rannsóknar er m.a. ađ safna gögnum sem hćgt verđur ađ leggja til grundvallar slíkra stórverkefna í framtíđinni. Lokaskýrslu á ađ skila í árslok 2009. Lokiđ er könnun međal íbúa á Austurlandi og veriđ ađ ljúka fyrirtćkjakönnun og skýrslu um íbúaţróun og húsnćđisţörf. Rćtt var um ţá stefnu álversins ađ hafa 50% konur í starfi og ţann kynjahalla sem ţađ myndi skapa, vegna ţess ađ konur skipa meirihluta afleiddra starfa. Samkvćmt rannsókninni mun íbúum á Austurlandi fjölga um 1600-1700 vegna álversins og byggja ţarf um 500-550 nýjar íbúđir vegna ţeirrar fjölgunar.

Árni Ragnarsson, ţróunarsviđi Byggđastofnunar, “Byggđaáćtlun 2006-2009”. Byggđastofnun hefur skilađ af sér drögum ađ byggđaáćtlun og iđnađar- og viđskiptaráđuneyti er nú međ ađgerđatillögur til vinnslu međ öđrum ráđuneytum. Sú breyting verđur frá fyrri áćtlun ađ ađgerđatillögur verđa hluti ályktunarinnar. Byggđaáćtlun verđur fram sett međ ţremur markmiđum, fjórum áhersluatriđum og ađgerđatillögum, sem enn eru í vinnslu.

Elvar Knútur Valsson, Impra – nýsköpunarmiđstöđ, “Klasar og atvinnuţróunarfélög”. Elvar fjallađi um hugmyndafrćđi klasa og kynnti klasaverkefni Impru og Byggđastofnunar, sem er unniđ í samstarfi viđ atvinnuţróunarfélögin og nćr til landsins alls, en ţó međ tilliti til ţeirra svćđa ţar sem gerđir hafa veriđ vaxtarsamningar. Hann greindi frá norrćnu samstarfsneti (CIP, eđa Cluster Information Points). Međ ţví verkefni á ađ koma á tengslum viđ erlenda klasa, kortleggja klasa í Norđur-Evrópu, gera gagnagrunn o.fl. Stofnun ţessa norrćna klasa opnar ýmis tćkifćri fyrir Ísland.

Í stuttu máli má segja ađ niđurstađa fundarinas hafi m.a. veriđ sú ađ ţađ eigi ađ tengja höfuđborgarsvćđiđ betur inn í byggđaumrćđuna. Spyrja megi hvert hlutverk félaganna sé í hinni faglegu umrćđu um byggđamál og samstarf ţeirra. Fundarmenn veltu upp ýmsum spurningum um framtíđ atvinnuţróunarfélaganna og Byggđastofnunar.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389