Fara í efni  

Fréttir

Heim fyrir fjölskyldu eða frama?

Heim fyrir fjölskyldu eða frama?
Hjördís með leiðbeinanda og prófdómara

Hjördís Guðmundsdóttir lauk nýverið meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Meistaraverkefni hennar er hluti af Magister Artium-prófi í félagsvísindum og var styrkt af Byggðarannsóknasjóði í desember 2020. Viðfangsefni rannsóknarinnar er íslenskir snúbúar þar sem Hjördís rýnir í einkenni þeirra sem flust hafa búferlum erlendis og snúið aftur heim og ber saman við þá sem ekki hafa búið erlendis á fullorðinsárum, þ.e. áhrif kyns, hjúskaparstöðu, menntunar, aldurs við heimkomu og núverandi búsetubæjar. Byggt er á gögnum rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar. Til að meta líkur ólíkra flutningshvata voru framkvæmdar fimm tvíkosta aðhvarfsgreiningar. Hvatarnir sem voru til skoðunar eru atvinnumöguleikar á Íslandi, nálægð við vini og fjölskyldu, þátttaka í íslensku samfélagi, að njóta íslenskrar náttúru og ósk um að ala börnin upp á Íslandi.

Niðurstöðurnar benda til að konur séu líklegri til að snúa heim vegna fjölskyldu en að karlar séu líklegri til að snúa heim vegna starfsframa. Konur eru líklegri til að meta nálægð við vini og fjölskyldu sem og uppeldi barna sem helstu ástæðu fyrir heimkomu en karlar eru líklegri til að flytja heim vegna atvinnutækifæra. Fram kemur að háskólamenntun er áhrifaþáttur sem eykur líkur Íslendinga á flutningum aftur heim í samanburði við þá sem ekki hafa háskólamenntun. Líkurnar eru enn meiri fyrir þá sem sóttu sér háskólamenntun erlendis. Einnig gefa niðurstöður til kynna að menntunarstig snúbúa sé hærra en þeirra sem ekki hafa búið erlendis og að hlutfallslega fleiri snúbúar eru búsettir á höfðuborgarsvæðinu en utan þess. Meirihluti þeirra sem flytja úr landi og snúa aftur heim hafa háskólamenntun en þó að stór hluti heimfluttra búi á höfuðborgarsvæðinu eru heimfluttir íslenskir ríkisborgarar á bilinu 6-11% af íbúum annarra bæja á Íslandi.

Höfundur greinir frá að þörf sé á frekari rannsóknum á hlutfalli karla og kvenna sem snúa heim vegna eigin atvinnumöguleika í samanburði við atvinnumöguleika maka síns. Jafnframt að aukin þekking og skilningur á aðdráttaraflinu við heimflutninga íslenskra ríkisborgara sé verðmæt fyrir framtíðarstefnu og dreifingu íbúa.

Sjá meistararitgerð: Home for kin or career? Exploring return migration of Icelandic citizens

 _____________________________________________________________________________________________________________

Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlun.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389