Fara í efni  

Fréttir

Opið fyrir umsóknir um NORA verkefnastyrki 2025, síðari úthlutun

Nú er mögulegt að sækja um styrki til samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu á vegum NORA (Norræna Atlantssamstarfsins). Eitt af meginhlutverkum NORA er að styrkja og stuðla að framgangi verkefna og efla tengsl á NORA svæðinu með það að markmiði að gera svæðið að betri heimkynnum.

NORA veitir verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna þar sem þátttakendur eru frá að minnsta kosti tveimur af NORA löndunum fjórum (þ.e. Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og/eða strandhéruðum Noregs). Um er að ræða síðari úthlutun ársins 2025 með umsóknarfrest til miðnættis 6. október n.k.

Til að eiga möguleika á styrk þurfa verkefni að tengjast yfirmarkmiðum samstarfsins, að efla Norðuratlantssvæðið sem svæði sem einkennist af styrk og þrótti og af sterkri, sjálfbærri efnahagsþróun. Allir geta sótt um styrki, fyrirtæki, opinberar stofnanir, einstaklingar og aðrir.

NORA getur styrkt verkefni til allt að 3ja ára. Hámarksstyrkur er 500.000 DKK á ári eða 1,5 milljónir DKK alls. Styrkir NORA geta ekki verið hærri upphæð en sem nemur 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknir ættu að taka mið af stefnu NORA fyrir árin 2025-2028 og tengjast einhverju af þeim sjö áherslusviðum sem þar er greint frá. Þau eru:

  • Afhendingaröryggi: Verkefni tengd afhendingaröryggi orku, matvælaframleiðslu, vatni og hreinlæti, samgöngum og heilsu.
  • Gervigreind (AI): Tæknilausnir og verkefni sem bæta framleiðni og öryggi, viðhalda eða skapa atvinnu- og búsetutækifæri á strjálbýlum svæðum. 
  • Sjálfbær ferðaþjónusta: Áhersla á menningararf og upplifanir.
  • Aðlaðandi samfélag: Verkefni sem bæta hag barna, ungmenna og fjölskyldna.
  • Hreyfanleiki og græn skref: Aðgerðir sem efla svæðisbundin atvinnutækifæri, óstaðbundin störf og þekkingarmiðlun milli svæða.
  • Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla: Lausnir sem styrkja hagkerfi strandsamfélaga, t.d. verkefni sem endurnýta eða fullnýta aukaafurðir.
  • Silfurhagkerfið: Verkefni sem hlúa að virði og vellíðan eldra fólks og efla samstarf milli kynslóða.

Að auki þarf hvert verkefni að tengjast einu eða fleiri af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Við mat umsókna eru eftirfarandi þættir sérstaklega til skoðunar:

  • Tenging og þýðing verkefnisins út frá þeim sjö sviðum sem lýst er hér að ofan
  • Raunhæfni verkefnishugmyndar
  • Nýsköpun og ný hugsun sem framlag til búsetu á svæðinu
  • Samsetning þátttakenda og hlutverk þeirra og framlag í verkefninu
  • Hvert er notagildið í norrænu samhengi
  • Raunsæ og gegnsæ fjárhagsáætlun
  • Hvernig nýtast niðurstöður verkefnisins

Umsóknir verða að uppfylla eftirfarandi kröfur:

  • Samsarfsaðilar skulu vera frá a.m.k. tveim NORA löndum. Leyfilegt er að hafa að auki samstarfsaðila frá öðrum nágrannalöndum en þeir njóta ekki styrks frá NORA. Aðkoma og eignarhald samstarfsaðila að verkefninu skal vera sem jafnast.
  • Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 DKK á ári og 1.500.000 DKK á þriggja ára tímabili.
  • NORA gerir kröfu um að hafa heimild til að kynna árangur verkefnisins á sínum vettvangi.

Ef umsókn uppfyllir ekki þessi skilyrði er henni vísað frá.

Sjá má á vefsíðu NORA fjölda dæma um verkefni sem NORA hefur veitt verkefnastyrk.

Hér er að finna:

Rafrænt umsóknarform um verkefnastyrki NORA

Leiðbeiningar um styrkumsóknir

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORA, https://nora.fo/

Tengiliður NORA á Íslandi er Hanna Dóra Björnsdóttir, hannadora@byggdastofnun.is

_________________________________________________________________________________________

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar. Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri svo og Svalbarða). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389