Fréttir
Samfélagsleg áhrif af lánveitingum Byggðastofnunar
Út er komin skýrsla Byggðastofnunar um samfélagsleg áhrif af lánveitingum stofnunarinnar.
Í starfsáætlun stjórnar Byggðastofnunar fyrir árið 2012 er mælt fyrir um að lagt skuli mat á samfélagslegan ávinning af lánastarfsemi Byggðastofnunar eftir landssvæðum, tegundum byggðarlaga og atvinnugreinum og tekjur ríkis- og sveitarfélaga af viðskiptavinum stofnunarinnar og starfsmönnum þeirra.
Í skýrslunni er leitast við að greina þessi áhrif meðal annars með því að skoða hvernig lánasafnið dreifist eftir landshlutum og vinnusóknarsvæðum, með talningu á fjölda starfa á bak við útlánin eftir landshlutum og vinnusóknarsvæðum, stöðu landshlutana hvað varðar atvinnulíf og hagvöxt, fjölda umsókna frá landshlutunum síðastliðin fjögur ár og veittra lána. Þessar stærðir eru settar í samhengi við fjarlægð vinnusóknarsvæða frá höfuðborgarsvæði og meðaltekjur.
Skýrsluna má nálgast hér og einstaka kafla hennar má nálgast hér
Helstu niðurstöður
Hlutfallslega mestur hluti útlána Byggðastofnunar er nú á Norðurlandi eystra, um 27% af öllum útlánum. Þar á eftir koma Vestfirðir með um 20% af útlánum. Í samhengi við íbúafjölda á svæðunum er hlutfallslega stærsti hluti lánasafnsins á Vestfjörðum þar sem búa um 6% íbúa landsins en hlutfallslega minnst á Suðurnesjum þar sem búa um 18,3% íbúa.
Um 62% af lánasafni Byggðastofnunar liggur í þeim landshlutum þar sem hagvöxtur hefur verið minnstur undanfarin ár, á Norðurlandi og Vestfjörðum. Lánasafn stofnunarinnar dreifist á allar atvinnugreinar en ferðaþjónusta sem hefur verið vaxandi undanfarin ár á landsbyggðinni er nú stærstur hluti lánasafnsins, eða 28% og þar næst 27% í sjávarútvegi.
Vísbendingar eru um að sum vinnusóknarsvæði séu orðin það veikburða að hefðbundið stoðkerfi atvinnulífsins s.s lánveitingar Byggðastofnunar nýtist þeim ekki og því þurfi að beita sértækum aðgerðum.
Ef skoðaðar eru lánveitingar Byggðastofnunar miðað við íbúafjölda landshluta og vinnusóknarsvæða má sjá vísbendingar um að lánveitingar stofnunarinnar rati inn á svæði þar sem þörfin er mest.
Hæstu upphæðir í lánasafni stofnunarinnar liggja á vinnusóknarsvæðum þéttbýlis í Eyjafirði, norður– og suðursvæðum Vestfjarða og í Skagafirði. Atvinnuleysi hefur verið með minnsta móti á landinu á þessum svæðum en það sama er ekki að segja um atvinnutekjur og íbúaþróun hefur verið neikvæð undanfarin ár á þessum svæðum, að Eyjafjarðarsvæðinu frátöldu. Atvinnutekjur á þessum svæðum eru undir landsmeðaltali. Á þeim svæðum þar sem meðaltekjur eru hvað hæstar yfir landsmeðaltali hefur ekki verið sótt mikið í lán frá stofnuninni hin síðari ár, en það eru Snæfellsnes, Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar.
Skoðað var hlutfall heildartekna vinnusóknarsvæðis að baki lána stofnunarinnar út frá fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og íbúafjölda á stöðunum. Eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu eru áhrifin meiri. Mest eru áhrifin á suðursvæði Vestfjarða en þar standa lánveitingar frá stofnuninni á bak við um 26% af heildartekjum á svæðinu. Ennfremur sést að fjármagn Byggðastofnunar virðist hafa meiri áhrif á smærri vinnusóknarsvæðum en þeim stærri.
Fátt bendir til annars en að í náinni framtíð verði mikil þörf fyrir aðkomu stoðkerfisins til að tryggja aðgengi fyrirtækja í dreifðari byggðum að lánsfé. Þrátt fyrir litla eftirspurn eftir nýjum lánum nú verður að gera ráð fyrir nýjum vexti á næstu árum og þá þurfa að vera til staðar verkfæri til að styðja við hann með virkum hætti.
Nánari upplýsingar gefur Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar sem ritstýrði skýrslunni elin@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember