Fréttir
350 milljónir til hlutafjárkaupa í nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum á landsbyggðinni
Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af hefur Byggðastofnun verið falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna. Í fyrsta áfanga verkefnisins verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í álitlegum sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti og auglýsir stofnunin umsóknarfresti frá og með 1. maí 2003.
Byggðastofnun mun fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í höfuðatvinnugreinunum, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu, ásamt tengdum greinum. Tekið verður á móti umsóknum frá og með 1. maí 2003 til 31. ágúst 2003 eftir því sem hér segir:
Á tímabilinu 1. maí til 30. júní á sviði sjávarútvegs og tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júní til 31. júlí á sviði iðnaðar, landbúnaðar, líftækni, upplýsingatækni og
tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst á sviði ferðaþjónustu og tengdra greina.
Hlutafjárkaup geta í einstökum verkefnum orðið að hámarki 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í hverju verkefni.
Áhersla lögð á skamman afgreiðslufrest umsókna
Sérfræðingar Byggðastofnunar munu meta umsóknir og gera tillögur í einstökum málum til stjórnar sem taka mun ákvörðun um hlutafjárkaup. Stofnunin áskilur sér rétt til að leita eftir áliti og ráðgjöf frá fagaðilum um hlutafjárkaup, s.s. Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ásamt því að leita eftir staðbundinni þekkingu á forsvarsmönnum, fyrirtækjum og umhverfi þeirra t.d. hjá atvinnuþróunarfélögum og eignarhaldsfélögum á einstökum svæðum. Leitast verður við að svara umsækjendum innan 45 daga frá því að umsóknartímabili vegna einstakra atvinnugreina er lokið. Frestur þessi gæti þó orðið lengri eftir fjölda umsókna, og verður það þá kynnt sérstaklega. Nauðsynlegt er að umsækjandi kynni sér vel hér hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn þannig að afgreiðslufrestur verði sem skemmstur. Stofnunin getur vísað frá erindum sem ekki fylgja fullnægjandi upplýsingar.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um reglur um úthlutun og meðferð umsókna, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar undir valhnappi á forsíðu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember