Fréttir
Áfram öflug íslensk þátttaka í Norðurslóðaáætluninni
Sex af níu umsóknum í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 hafa verið samþykktar. Heildarframlögin til þeirra eru rúmar fimm milljónir evra sem þýðir að nú hefur verið ráðstafað rúmum 13 milljónum evra eða um 28% af heildarfjármagni áætlunarinnar til verkefna. Verkefnin skiptust þannig á milli forgangssviða áætlunarinnar að þrjú falla undir forgangssvið 1 – efling nýsköpunarhæfni, tvö undir forgangssvið 2 – loftslagsbreytingar og auðlindanýting og í fyrsta skipti var samþykkt verkefni undir forgangssviði 3 – efling stofnanagetu og samstarfstækifæra. Verkefnið er leitt af Þekkingarneti Þingeyinga og snýst um að efla þekkingu og nýtingu hennar í svokölluðum STEM greinum (e. Science, Technology, Engineering, Math) með samstarfi stofnana, skóla, atvinnulífs og almennings, með áherslu á jafnrétti og aðgengi fyrir alla, til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
Af þessum sex verkefnum eru fimm með íslenskri þátttöku, þar af eitt leitt af íslenskum aðila eins og að framan segir. Heildarstyrkur til íslensku þátttakendanna er um 577 þús. evrur eða rúmar 86 mkr. og hefur þá samtals verið ráðstafað til verkefna um 1,43 milljónum evra eða tæpum 53% af þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru fyrir íslenska aðila á áætlunartímabilinu.
Verkefnin með íslenskri þátttöku eru:
MERSE - Business Models Empowering Rural Social Entrepreneurship – voicing the rural norm snýst um að umbreyta og þróa viðskiptamódel, stuðningskerfi og aðstæður fyrir óhagnaðardrifna starfsemi ýmis konar í dreifbýli. Stuðla að þekkingarflæði milli landa varðandi óhagnaðardrifna starfsemi og skapa tengslanet til að tengja frumkvöðla á þessu sviði betur við stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar. Markmiðið er að skapa betri tækifæri fyrir þau sem vilja þróa sjálfbæra frumkvöðla- og samfélagsstarfsemi sem stuðlað getur að bættum búsetuskilyrðum á öllu starfssvæði áætlunarinnar.
Þátttakendur eru: Mid Sweden University (SE) sem leiðir verkefnið, Companion Co-operative Development (SE), KBT Vocational School (NO), The Gaeltacht Authority (IE), University of Helsinki (FI) og Vestfjarðastofa.
SUB - Sustainable Arctic and Peripheral Biking Tourism hefur að markmiði að yfirfæra og þróa frumkvöðlamenningu og sjálfbært viðskiptamódel í hjólreiðaferðamennsku í samstarfi við lítil og millistór fyrirtæki. Verkefnisaðilar sjá hjólreiðaferðamennsku sem vaxandi þátt sem geti aukið efnahagslega fjölbreytni og þar með seiglu smærri samfélaga. Vöxtur staðbundinna smærri og meðalstórra fyrirtækja séu lykilþáttur í vexti og auknum atvinnutækifærum. Sérstök áhersla er á að ná til yngra fólks í verkefninu.
Þátttakendur eru: The Local Federation of East Lapland (FI) sem leiðir verkefnið, LUKE - Natural Resources Institute Finland (FI), Visit Torshavn (FO) Jämtland Härjedalen Tourism (SE) Donegal County Council (IE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
COPOWER - COmmunity based virtual POWER plant snýst um að þróa samfélagslega sýndarvirkjun (e. a community-based Virtual Power Plant (cVPP)) ásamt viðskiptamódeli í fimm samfélögum í Finnlandi, Íslandi, Írlandi og í Færeyjum. Markmiðið er, í gegnum samstarf milli landa, að nýta stafræna tækni til að tengja saman margar smærri virkjanir og orkukerfi og keyra sem eina heild, líkt og gert er í stærri kerfum, til að samhæfa orkuframleiðsluna og orkunotkunina.
Þátttakendur eru: European Regions Network for the Application of Communications Technology (IE) sem leiðir verkefnið, Centria University of Applied Sciences (FI) University of Oulu (FI) Donegal County Council (IE) Nolsoy Energy Ltd (FO) og Háskóli Íslands.
DACCHE - Digital Action on Climate Change with Heritage Environments snýst um að draga fram staðbundna þekkingu og nýta stafræna tækni til að gera samfélögum kleift að varðveita menningarlandslag og sýna hvernig það lagar sig að loftslagsbreytingum. En einnig til að skipuleggja framkvæmdaáætlanir við endurheimt landgæða í ljósi hraðra breytinga á umhverfinu. Þessar breytingar geta ógnað menningu, menningararfi og samfélagi á svæðinu en stofnanir sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar meðvitundar og aðgerða.
Þátttakemdur eru: Jamtli Foundation (SE) sem leiðir verkefnið, Aurora Borealis Multimedia AS (NO) Donegal County Museum (IE) Faroe Islands National Museum (FO) Nordic Centre of Heritage Learning & Creativity svb (SE) Gunnarsstofnun og Háskóli Íslands.
ARCTIC STEM COMMUNITIES - Empowering NPA Communities by Implementing STEM Ecosystems as a Tool for Navigating Change snýst um, eins og nafnið bendir til, að efla samfélög til að takast á við og laga sig að óhjákvæmilegum breytingum með því að efla þekkingu íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag. Það er gert í gegnum svokallaðar STEM greinar (e. Science, Technology, Engineering, Math) með samstarfi stofnana, skóla, atvinnulífs og almennings, með áherslu á jafnrétti og aðgengi fyrir alla, til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Í verkefninu verður beitt reyndu bandarísku módeli sem aðlagað verður aðstæðum hjá verkefnisaðilum en markmiðið er einnig að það verði yfirfæranlegt til annarra samfélaga á norðurhjara.
Þátttakendur eru: Þekkingarnet Þingeyinga sem leiðir verkefnið, LUMA Centre Finland (FI) og University of Galway (IE).
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember