Fara í efni  

Fréttir

Árneshreppur - mun vegurinn enda eđa byrja?

Ef ekki verđur gripiđ til róttćkra ađgerđa, er hćtta á ţví ađ heilsársbyggđ í Árneshreppi á Ströndum leggist af.  Ţetta eru skilabođ tveggja daga íbúaţings sem Árneshreppur, Fjórđungssamband Vestfirđinga og Byggđastofnun stóđu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.

Á ţinginu rćddu íbúar og fulltrúar ţessara stofnana saman um framtíđina, möguleika og tćkifćri.  Fyrirkomulag ţingins var ţannig ađ ţátttakendur stungu upp á umrćđuefnum og ţannig endurspeglar ţingiđ ţađ sem helst brennur á íbúum. 

Brýnast er ađ bćta samgöngur, sérstaklega ţjónustu yfir vetrartímann.  Byggja ţarf upp veginn yfir Veiđileysuháls og tiltölulega stutt jarđgöng milli Árnesdals og  Reykjarfjarđar myndu gjörbreyta lífsskilyrđum íbúa og rjúfa einangrun yfir veturinn.  Talsverđar vonir eru bundnar viđ tćkifćri sem virkjun Hvalár gćti skapađ, ekki ađeins til skemmri tíma heldur ađ hún kynni ađ opna á nýja möguleika í atvinnuuppbyggingu.  Lögđu ţátttakendur mikla áherslu á framgang ţessa máls ţó svo ađ um ţađ séu skiptar skođanir međal heimamanna,  eins og fram kom á ţinginu.  Í orkumálum var einnig rćtt um smávirkjanir og hitaveitu frá Krossnesi í Norđurfjörđ, en međ henni myndu opnast möguleikar á sjóbađsađstöđu ţar, auk húshitunar.  

Ţátttakendur veltu fyrir sér ýmsum leiđum til ađ efla ţá atvinnustarfsemi sem ţegar er til stađar.  Festa ţarf kvóta í byggđinni, bćđi í fiskveiđum og sauđfjárrćkt.  Fram kom ađ búfjársamningur er óhagstćđur sauđfjárrćkt í Árneshreppi, en hún er grunnurinn í landbúnađinum og afar mikilvćg fyrir heilsársbyggđ.  Auđvelda ţarf nýliđun.  Rćtt var um lífrćnt vottađ fé, en heimamenn hafa ţó fyrst og fremst áhuga á aukinni vinnslu afurđa í heimabyggđ og upprunavottun.  Tćkifćri til frekari ţróunar í ferđaţjónustu, felast međal annars í sögu svćđisins og vetrarferđamennsku, en ekki síst í markađssókn, međ áherslu á kyrrđ og tíma. 

Nefnd voru ný atvinnutćkifćri, eins og vatnsútflutningur og fiskeldi og áhugi er á ađ kanna möguleika á hreindýrabúskap.

Leita ţarf nýrra leiđa til ađ halda uppi starfsemi í Finnbogastađaskóla, vegna fćđar nemenda.  Í Árneshreppi eru engir búsetu- eđa ţjónustukostir fyrir aldrađa og ţetta var ţátttakendum hugleikiđ, ásamt ţví ađ bćta ţurfi lćknisţjónustu.  Viđruđ var sú hugmynd ađ sveitarfélagiđ kaupi húsnćđi sem hćgt vćri ađ nýta sem listamiđstöđ eđa heimili fyrir aldrađa.  Ţá ţurfi ađ huga ađ byggingu lítilla íbúđa.  Fram komu áhyggjur af framtíđ verslunar og var stungiđ upp á stofnun starfshóps til ađ kanna möguleika í stöđunni. 

Íbúaţingiđ í Árneshreppi er ákall til stjórnvalda, ţví stađan er grafalvarleg.  Íbúar kalla einnig eftir virkum stuđningi Fjórđungssambands Vestfirđinga og Byggđastofnunar og lýstu áhuga á ađ sveitarstjórn stađfesti vilja til ţátttöku í verkefni stofnunarinnar „Brothćttar byggđir“. 

Í lok ţings komu fjórir ţingmenn Norđvesturkjördćmis og hlýddu á niđurstöđur, ásamt fleiri gestum.  Ţegar litiđ er til ţess hver stađan í Árneshreppi er alvarleg, var íbúaţingiđ einstakt og einkenndist af yfirvegun og samkennd. 

Árneshreppur hefur löngum veriđ markađssettur undir slagorđinu „Ţar sem vegurinn endar“.  Á íbúaţinginu ríkti von í hjörtum viđstaddra sem vilja sjá fyrir sér betri tíma og ađ í raun sé vegurinn ađ byrja, á vegferđ til heillavćnlegrar framtíđar í Árneshreppi.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389