Fara í efni  

Fréttir

Byggðafesta og búferlaflutningar

Byggðafesta og búferlaflutningar
Byggðafesta og búferlaflutningar

Bókin Byggðafesta og búferlaflutningar er komin út. Ritið veitir yfirlit um svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi og mynstur búferlaflutninga innan lands og utan. Þar er einnig leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim. Loks er mat lagt á framtíðarhorfur í búferlaflutningum og byggðaþróun.

Bókin byggir á niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Meginmarkmið verkefnisins var að draga saman stöðu þekkingar á byggðafestu og búferlaflutningum á Íslandi, safna nýjum gögnum sem varpað gætu ljósi á þróun, stöðu og framtíðarhorfur og kortleggja helstu viðfangsefni frekari rannsókna á þessu sviði. Jafnframt var verkefninu ætlað að stuðla að þjálfun ungs vísindafólks á sviði byggðafræði og búferlaflutninga, efla innlent og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og stuðla að því að íslenskar rannsóknir verði hluti alþjóðlegrar þekkingar í byggðafestu og búferlaflutningum með birtingum á alþjóðlegum ritrýndum vettvangi.

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og rannsóknaprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri stýrði verkefninu. Rannsóknateymi verkefnisins tók nokkrum breytingum á meðan á því stóð, en eftirtaldir sérfræðingar voru hluti teymisins á verkefnistímanum:

 

 Edward H. Huijbens, prófessor í landfræði við HA (2018-2019)

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við HA (2019-2021)

Guðmundur Guðmundsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar (2019-2021)

Matthias Kokorch, landfræðingur við Háskólasetur Vestfjarða (2019-2021)

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs HÍ (2018-2021)

Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar (2018-2021)

Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Bifröst og dósent við HA (2018-2021)

Vífill Karlsson, prófessor í hagfræði við Háskólann á Bifröst og dósent við HA (2018-2021)

Þorkell Stefánsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar (2020-2021)

 

Í lýsingu á kápu bókarinnar segir:

Búseta mótar líf fólks með margvíslegum hætti og skilyrðir dagleg samskipti við fjölskyldu, vini og nágranna, möguleika til náms og starfa og þá þjónustu og afþreyingu sem völ er á. Fyrir hvern og einn skiptir höfuðmáli að geta valið sér búsetu í samræmi við langanir sínar og þarfir en byggðafesta og búferlaflutningar hafa einnig djúpstæð áhrif á einstök samfélög.

 Á 20. öld beindist athyglin einkum að búferlaflutningum úr sveitum landsins og hröðum vexti höfuðborgarsvæðisins í umbyltingu atvinnuhátta, lífskjara og menningar á Íslandi. Á fyrstu tveimur áratugum 21. aldar hafa hins vegar orðið miklar breytingar á byggðafestu og búferlaflutningum hér á landi. Innflytjendum hefur fjölgað mikið í öllum landshlutum, stærri byggðakjarnar á Suðvesturlandi hafa vaxið hraðar en höfuðborgarsvæðið, búferlaflutningar til höfuðborgarsvæðisins frá fjarlægari landshlutum hafa farið minnkandi og rúmlega aldarlöng fólksfækkun í sveitum hefur stöðvast.

 Áhugasöm geta nálgast bókina hér

 kynning

Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason ritstjóri bókarinnar, Magnús Jónsson formaður stjórnar Byggðastofnunar og Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389