Fara í efni  

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024. Byggðarannsóknasjóður hefur allt að 17,5 m.kr. til úthlutunar. Styrkir verða veittir til eins árs.

Í umsóknum skal koma fram greinargóð lýsing á rannsókn, markmiðum, ávinningi, nýnæmi og hvernig rannsóknin styður við tilgang sjóðsins. Gera þarf grein fyrir tengslum rannsóknar við byggðaþróun og eftir atvikum hvernig rannsókn fellur að áherslum byggðaáætlunar 2022-2036.

Eftirfarandi þættir hafa vægi við mat á umsóknum:

  • Hvernig verkefnið styður við tilgang sjóðsins og tengist byggðaþróun.
  • Vísindalegt og hagnýtt gildi verkefnis.
  • Nýnæmi verkefnis.
  • Gæði umsóknar (skýr markmið, vönduð rannsóknaráætlun og hnitmiðaður texti).

Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar.  Sjá nánar:

Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Björnsdóttir

hannadora@byggdastofnun.is / sími 455 5454

 

Frekari upplýsingar um Byggðarannsóknasjóð er að finna á vef Byggðastofnunar. Styrkir úr Byggðarannsóknasjóði hafa verið veittir frá árinu 2015. Alls hafa 37 verkefni hlotið styrk á árunum 2015-2023 að heildarfjárhæð 88,9 m.kr. Á árinu 2023 fengu eftirfarandi fimm verkefni styrk:

-          Hvernig er hægt að auka jákvæðan byggðabrag með aðferðafræði félags- og samfélagssálfræði? Rannsókn á félagslegri sjálfsmynd íbúa í íslenskum sveitarfélögum. Styrkþegi er Háskólinn á Bifröst, Bjarki Þór Grönfeldt.

-          Ábyrg eyjaferðaþjónusta – sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á eyjum á norðurslóðum. Styrkþegi er Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (FHH), Ingibjörg Sigurðardóttir og Laufey Haraldsdóttir. 

-          Líðan og seigla íslenskra bænda. Styrkþegi er RHA – Rannsóknamiðstöð HA, Bára Elísabet Dagsdóttir.

-          Félagsleg staða og ójöfnuður í heilsu. Styrkþegi er Sigrún Ólafsdóttir, HÍ.

-          Bolmagn íslenskra sveitarfélaga í skipulagsmálum. Styrkþegi er Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, HÍ.

Á heimasíðu Byggðastofnunar má einnig sjá nánari lýsingu á hverju verkefni sem hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði 2023.

 

Byggðarannsóknasjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389