Fara í efni  

Fréttir

Sex verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 10. janúar sl. voru sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2019 úthlutað til sex samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði.  Auglýst var síðastliðinn nóvember, sjö umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 16,5 milljónir.   

Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Heildarlisti yfir styrkþega vegna styrkja fyrir árið 2019:

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Halldóra Gunnarsdóttir

Tvær gönguleiðir við Bakkafjörð

420.000,-

Langanesbyggð

Fjarvinnslustörf á Bakkafirði

450.000,-

Bakkfiskur

Harðfiskvinnsla

760.000,-

Baldur Öxdal Halldórsson

Halldórshús

2.000.000,-

Útvörður ehf

Hvala- og fuglaskoðun Bakkafirði

1.800.000,-

Arnmundur Marinósson

Bruggun á bjór og pizzugerð

1.570.000,-

 

 

 

 

 

Kr. 7.000.000,-

 

Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni. Verkefni s.s. í ferðaþjónustu, matargerð, veitingamennsku, bjórframleiðslu og endurbyggingu húss frá árinu 1906.  Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði Bakkafjarðar,  skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi síðastliðið haust. 

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Áki Ragnarsson (olafur@atthing.is) verkefnastjóri verkefnisins í síma 893-6434.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389