Fara í efni  

Fréttir

Sínum augum lítur hver á silfrið, lokaskýrsla

Skýrslan „Sínum augum lítur hver á silfrið“ eftir Vífil Karlsson og Sigurborgu Kr. Hannesdóttur er nú birt á heimasíðu SSV, en Byggðarannsóknasjóður styrkti þetta verkefni.

Rannsóknin gekk út á meta hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á landsbyggðinni byggju yfir. Lögð var áhersla á að skoða fámenn einangruð samfélög en þau síðan borin saman við fjölmenn samfélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Akranes og/eða fjölmenn, fjarlægari og e.t.v. einangraðri samfélög eins og Ísafjörð. Í ljós kom að íbúar vítt og breitt um landið hafa ólíkar óskir og þarfir og þess vegna eru samfélögin mjög ólík. Íbúar fámennari og einangraðri samfélaga leggja meira upp úr aðgengi að þáttum eins og fjölbreyttri náttúru og friðsæld á meðan gæði grunnskóla, leikskóla og unglingastarfs toga meira í íbúa á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Þarfir og óskir íbúa fjölmennra, fjarlægari og e.t.v. einangraðri staða eru síðan á vissan hátt þarna mitt á milli. Í rannsókninni kom ýmislegt fleira í ljós m.a. mikilvægi snyrtilegs umhverfis og ásýndar bæja og sveita fyrir velferð íbúanna. Greiningin byggir á skoðanakönnun þar sem rúmlega 6.000 tóku þátt árin 2016 og 2017 auk gagna fjölda íbúaþinga vítt og breitt um landið.

Rannsóknina í heild sinni má finna hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389