Fara í efni  

Fréttir

Sterkur Stöðvarfjörður - Úthlutun styrkja

Fjórða úthlutunarathöfn verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður fór fram þann 12. mars sl. í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar, húsi sem reist var í sjálfboðavinnu árið 1937. Það var því vel við hæfi að halda úthlutunarathöfnina þar, þar sem verið var að veita íbúum stuðning til að efla samfélagið sitt – líkt og þeir sem byggðu húsið forðum.

Alls bárust fimmtán umsóknir um styrki að heildarupphæð tæplega 14,6 milljónir króna en til úthlutunar voru 11,4 milljónir. Verkefnin sem hlutu styrk voru fjölbreytt og styðja við atvinnuþróun, menningu og nýsköpun á staðnum. Má þar nefna uppbyggingu á Balanum, nýsköpun í framleiðslu, tónleika, söguskráningu og miðlun verklegrar þekkingar – sem öll leggja sitt af mörkum til að efla tengsl og tækifæri á Stöðvarfirði.

 

       Styrkhafar:

Fræ Sköpunareldhús   

Kaffihúsaeining             

Kr. 1.900.000

 

Kimi Tayler       

Brauðdagar deighús    

Kr. 1.450.000

 

Kaffibrennslan Kvörn   

Tækjakaup og vöruþróun           

Kr. 1.400.000

 

Skemmtifélag Stöðvarfjarðar 

Aparóla              

Kr. 1.350.000

 

Félag áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöð           

Flutningur á eldstæði og nytjaholu      

Kr. 900.000

 

Lukasz B. Stencel         

Bogfimifélag Stöðvarfjarðar    

Kr. 685.000

 

Hlynur Ármannsson    

Saga Stöðvarfjarðar    

Kr. 650.000

 

Skemmtifélag Stöðvarfjarðar 

Stoð í Stöð        

Kr. 650.000

 

Sólmundur Friðriksson              

Stöðfirskir bátar og skip, lokaáfangi    

Kr. 600.000

 

Silja Lind Þrastardóttir

Hundasvæði   

Kr. 400.000

 

Le Temple ehf 

Heat pump installation at Tiny church

Kr. 350.000

 

Björn Hafþór Guðmundsson   

Tónleikar sumar 2025 

Kr. 350.000

 

Kimi Tayler       

Kynslóðir koma saman - Þekkingarmiðlun      

Kr. 300.000

 

Dominka Anna/ EYGLÓ             

Empowering Stöðvarfjörður with sustainable Eneregy solution           

Kr. 300.000

 

Eva Jörgensen & Kimi Tayler    

Stöðvarfjörður Pride 2025        

Kr. 115.000