Fara í efni  

Fréttir

Vaxandi skilningur á mikilvægi smærri byggðarlaga

Ráðstefna á vegum ESPON var haldin í Trysil í Noregi dagana 10. – 12. september síðastliðinn. Þremur starfsmönnum Byggðastofnunar gafst tækifæri til að taka þátt á ráðstefnunni. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Unleashing the potential of small and medium size places – barriers and opportunities.

Ráðstefnan varpaði ljósi á ýmis byggðatengd málefni s.s. þróun dreifðra byggða, stuðning og ívilnanir vegna búsetu og atvinnulífs, áhrif lýðfræðilegra breytinga á byggð og búsetuskilyrði og fl. Ýmsar aðgerðir og áætlanir innan Evrópusambandsins voru kynntar s.s. Interreg áætlunin, þar sem m.a. eru veittir styrkir til samstarfsverkefna yfir landamæri, svokallaðra „crossborder“ verkefna þar sem byggðarlög vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, gjarnan á mörkum landamæra. Í þeirri áætlun er áherslan lögð á að fulltrúar byggðarlaga og íbúarnir komi að stefnumótun og framkvæmd verkefna.

Ráðstefnugestir komu víða að úr Evrópu. Auk þess að hlýða á áhugaverð og fróðleg erindi voru haldnar vinnustofur, svokölluð „world café“, þar sem ráðstefnugestir fengu það hlutverk að ræða málefni dreifðra byggðarlaga í Evrópu, þær áskoranir sem við þeim blasa og þau sóknarfæri sem fólgin eru í búsetu á strjálbýlum svæðum. Um leið kynntu þátttakendur raundæmi frá sínum heimalöndum og því ákveðin jafningjafræðsla fólgin í vinnustofunum.

Upplifun þátttakenda frá Byggðastofnun eftir ráðstefnuna er sú að svo virðist vera sem vaxandi skilningur á mikilvægi smærri byggðarlaga ríki í Evrópu. Þrátt fyrir að fækkun íbúa og lýðfræðilegar breytingar, s.s. varðandi aldurssamsetningu, blasi víða við þá eru ýmis tækifæri fólgin í hinum dreifðu byggðum og þær ríkar af auðlindum. Miklu skiptir að stefnumörkun á hverjum stað sé unnin með íbúunum, byggt sé á sérstöðu hvers svæðis og þarfir íbúa og samfélags séu kjarninn í allri ákvörðunartöku og samfélagsþróun. Hér eru lykilhugtökin traust, samheldni og samvinna. Auk þess er það forgangsmál í samstarfsverkefnum í dreifum byggðum að byggja upp hæfni og getu íbúanna sjálfra til að hafa áhrif á þróun samfélagsins. Að hugsa stórt á litlu stöðunum – það skiptir öllu máli.

ESPON er ein af áætlunum ESB um milliríkjasamstarf en auk Evrópusambandslanda er Ísland  þátttakandi ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein. Áætlunin miðar að því að efla magn og gæði byggðarannsókna í löndum Evrópu og greiða aðgengi opinberra stjórnvalda að áreiðanlegum og vönduðum gögnum og rannsóknarniðurstöðum til nota í opinberri stefnumótun innan byggðamála. 

 

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á ráðstefnunni.

Kristján, Helga og Haraldur voru fulltrúar Byggðastofnunar á ráðstefnunni

 

 

 

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389