Fréttir
Stjórn Byggðastofnunar úthlutar styrkjum til meistaranema
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 15. desember síðastliðinn að styrkja þrjá meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Auglýsing um styrkina var birt 1. september og rann umsóknarfrestur út 1. nóvember. Verkefnin sem sótt er um styrk til skulu hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Alls bárust níu umsóknir.
Heildarupphæð styrkjanna er tæplega ein milljón króna. Hver styrkur er að upphæð 330.000 kr. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun.
Verkefnin sem hljóta styrk eru:
Evaluating place attachment in times of climate change, disaster-risk and uncertainty
Styrkþegi er Emma Katherine Alvera Dexter, Háskólasetri Vestfjarða.
Verkefnið felur í sér könnun meðal íbúa á landsvísu um staðartengsl, vitund um loftslagsbreytingar og mat á hættu. Athugað verður hvort merkja megi svæðisbundinn mun í svörum íbúa mismunandi byggðarlaga sem samræmist ólíkri hamfarahættu svæðis. Einnig hver öryggiskennd svarenda er og traust til öryggisráðstafana og viðbragðsáætlana. Rannsóknin mun efla vitund um hvað vantar uppá þekkingu um hamfarahættu og gefa vísbendingar um hverskonar aðlögunar er þörf á neyðaráætlunum þegar fyrir liggur mat á staðbundinni þekkingu íbúa.
Heilbrigðisþjónusta á Suðvesturlandinu. Aðgengi, aðsókn og gæði þjónustunnar
Styrkþegi er Guðný Rós Jónsdóttir, Háskóla Íslands.
Rannsóknin felur í sér skoðun á heilbrigðisþjónustu á Suðvestursvæði Íslands. Rýnt verður hvert íbúar sækja þjónustu og hvort verið sé að nýta landshlutamiðstöðvar á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. Markmiðið er að athuga hver upplifun íbúa er og ánægja með þjónustuna, hvort þeir noti hana eða sæki þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Aðgengi, aðsókn og gæði þjónustunnar eru því lykilhugtök í þessarri rannsókn. Suðvesturlandið er ólíkt öðrum svæðum á landinu vegna nálægðar sinnar við höfuðborgarsvæðið.
Valdið til þorpanna: Frá hverfisráðum til heimastjórna?
Styrkþegi er Steinunn Ása Sigurðardóttir, Háskóla Íslands.
Athugað verður hver upplifun íbúa smærri byggðakjarna í fjölkjarna sveitarfélögum er af stjórnsýslu og ákvarðanatöku sveitarfélags. Skoðuð verða áhrif hinna nýtilkomnu heimastjórna í Múlaþingi í samanburði við upplifun íbúa annars fjölkjarna sveitarfélags. Rannsóknin mun varpa ljósi á mögulega gagnsemi heimildar 38. greinar sveitarstjórnarlaga um nefnd fyrir hluta sveitarfélags, sem var í fyrsta sinn virkjuð með tilkomu svokallaðra heimastjórna í ný sameinuðu sveitarfélagi Múlaþings.
Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlun
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember