Fara í efni  

Fréttir

Eyrarrósin afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg - heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.

Það verður tilkynnt við athöfnina hvert framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina í ár; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón kr. og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Hin verkefnin sem tilnefnd eru hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verkefnin hljóta að auki flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra flytur ávarp við athöfnina og tónlistarmennirnir Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson flytja tónlist.

Eyrarrósin er veitt á ári hverju einu menningarverkefni á landsbyggðinni. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið Eyrarrósarinnar er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Auglýst er eftir umsóknum í fjölmiðlum ár hvert og eru umsækjendur meðal annars ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir og söfn. Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.

Í fyrra hlaut Landnámssetrið í Borgarnesi Eyrarrósina en aðrir handhafar hennar eru Rokkhátíð alþýðunnar - Aldrei fór ég suður, Strandagaldur á Hólmavík, LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

Umsögn valnefndar um verkefnin:

Bræðslan
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra er haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. Aðalsmerki Bræðslunnar er hin einstaka stemning sem myndast í síldarbræðslunni á tónleikakvöldinu sjálfu. Með alúð við skipulagningu hátíðarinnar og listrænum metnaði stjórnenda hefur Bræðslunni tekist að efla menningarlíf, mannlíf og ferðaþjónustu svæðisins og virkjað sköpunargleði og samtakamátt íbúa Borgarfjarðar eystra. Þannig hefur þessu samstarfsverkefni nokkurra heimamanna tekist að skapa Borgarfirði eystra fastan sess í tónleikaflóru sumarsins og varanlegt sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Eiríksstaðir
Aðstandendur Eiríksstaða í Haukadal hafa sýnt aðdáunarvert frumkvæði í miðlun menningararfs með uppbyggingu tilgátubæjar þar sem landkönnuðurinn Leifur heppni er uppalinn. Að Eiríksstöðum upplifa gestir á trúverðugan hátt umhverfi daglegs lífs fyrir þúsund árum og með því eflist vitund Íslendinga, erlendra ferðamanna og ekki síst barna um menningararf þjóðarinnar. Þátttaka heimamanna í uppbyggingu Eiríksstaða hefur verið mikil og hefur hún stuðlað að aukinni þekkingu innan héraðs á fornu handverki og sögu og þróað sjálfa hugmyndina um söfn og hlutverk þeirra. Eiríksstaðir í Haukadal eru framúrskarandi dæmi um fagmennsku og metnað í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu.

Skjaldborg
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda, er haldin árlega í kvikmyndahúsinu Skjaldborg á Patreksfirði. Á Skjaldborg fá kvikmyndaáhugamenn aðgang að fjölbreyttri flóru heimildarmynda þar sem hið smáa, stóra, skrýtna og ódýra er lagt að jöfnu. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og sýnt er við bestu aðstæður í nýuppgerðu kvikmyndahúsi bæjarins, auk þess sem boðið er upp á umræður og margvíslega viðburði í bæjarfélaginu á meðan á hátíð stendur. Gildi Skjaldborgar fyrir menningartengda ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum er óumdeilt og hefur hátíðinni tekist að vekja áhuga ungra kvikmyndagerðarmanna víðsvegar að af landinu á byggðarlaginu. Að frumkvæði aðstandenda Skjaldborgar er Patreksfjörður því orðinn höfuðborg heimildarmyndarinnar á Íslandi.

Nánar um Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn sumarið 1970. Frá upphafi hefur hátíðin verið í fararbroddi í íslensku menningarlífi og verið frumkvöðull í því að kynna íslensku þjóðinni listamenn á heimsmælikvarða. Hátíðin hefur einnig stuðlað að framgangi íslensks listalífs og kynningu íslenskra listamanna á erlendri grund.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Listahátíð í Reykjavík 2010 verður haldin frá 12. maí til 5. júní 2010.

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389