Fara í efni  

Fréttir

Góður gangur í verkefninu Öxarfjörður í sókn

Góður gangur í verkefninu Öxarfjörður í sókn
Verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn

Þann 21 nóvember síðastliðinn var haldinn fundur í stjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila. Það var ánægjulegt fyrir verkefnisstjórn að hittast á Kópaskeri og fara yfir stöðu verkefnisins, ekki síst fyrir þá sök að nýlega ráðinn verkefnisstjóri, Charlotta Englund stýrði sínum fyrsta fundi. Auk þess voru tveir nýir fulltrúar í verkefnisstjórn boðnir velkomnir, þau Salbjörg Matthíasdóttir, nýr fulltrúi íbúa í stað Charlottu og Páll Björgvin Guðmundsson fyrir hönd Eyþings.

Charlotta greindi frá ýmsu sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Málefni landbúnaðar og starfsemi Fjallalambs voru efst á blaði, enda á héraðið mjög mikið undir því að sauðfjárrækt og tengd starfsemi hjá Fjallalambi styrki stöðu sína. Verkefnisstjóri vinnur að því með bændum og forsvarsmönnum Fjallalambs að móta áætlun um hvernig megi nýta helstu sóknarfæri er felast í sérstöðu svæðisins, m.a. sem hreins sauðfjárræktarsvæðis. Horft er til þess að slík sókn tengist landbótum og kolefnisjöfnun meðal annars. Að áliti verkefnisstjórnar í verkefninu Öxarfjörður í sókn hefur skort á að landbúnaðarsvæði í Brothættum byggðum hafi notið öflugra aðgerða, sambærilegra við sértækan byggðakvóta sem nýst hefur mjög vel í sumum sjávarbyggða er taka þátt í verkefninu og orðið lykilaðgerð í að auka viðspyrnu gegn hnignun.

Verkefnisstjóri greindi einnig frá óformlegri athugun á nýtingu íbúðarhúsnæðis í byggðarlaginu. Þetta er mikilvægt innlegg í húsnæðisstefnu Norðurþings, ekki síst í ljósi þess að Íbúðarlánasjóður tilkynnti fyrir skömmu að Norðurþing yrði eitt af þátttökusveitarfélögum í tilraunaverkefni sjóðsins um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.

Þá var greint frá stöðu annarra verkefna og má þar meðal annars nefna smáverksmiðju í framleiðslu á bandi úr ull af svæðinu, sem ungir bændur á Gilhaga í Öxarfirði vinna að því að koma upp. Verkefnisstjórn fagnar þessu framtaki.

Að lokum greindi verkefnisstjóri frá áætlun um að kynna verkefnið markvissar í nefndum og ráðum Norðurþings. Jafnframt af áætluðum fundum með hverfisráðum í héraðinu, með það fyrir augum að hvetja íbúana til enn öflugri þátttöku á seinni hluta verkefnisins.

 

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389