Fara í efni  

Fréttir

Hrísey er einstök og í því felast tækifæri

Hrísey er einstök og í því felast tækifæri
Frá íbúafundi í Hrísey

Til þess að efla byggð í Hrísey þarf að nýta betur mikla sérstöðu eyjarinnar, bæði til markaðssetningar og nýsköpunar, en líka til þess að laða að nýja íbúa. Mikilvægt er að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi í eynni auk þess að standa vörð um innviðina og alla grunnþjónustu.

Þetta er meðal þess sem fram kom á íbúafundi í íþróttahúsinu í Hrísey, miðvikudaginn 9. mars sl. Á fundinn mættu um 40 íbúar og þar voru kynnt drög að aðgerðaáætlun fyrir Hrísey sem unnin er undir formerkjum verkefnisins Brothættar byggðir. Síðasta sumar fékk Hrísey inngöngu í verkefnið, en það er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Akureyrarkaupstaðar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings. Aðgerðaáætlun verkefnisins byggir á niðurstöðum málþings um framtíð Hríseyjar, sem haldið var af áhugahópi um framtíð Hríseyjar, árið 2013.

Í aðgerðaáætluninni er sett fram framtíðarsýn og þrjú meginmarkmið: Aðlaðandi og aðgengilegt eyjasamfélag, fjölbreytt atvinnulíf og sterkir innviðir. Undir hverju meginmarkmiði eru svo starfsmarkmið, sem lúta að ýmsum stórum sem smáum málum.  Aðgerðaáætlunin fékk góðan hljómgrunn á fundinum.   Á fundinum fór einnig fram hópavinna, um viðfangsefni sem íbúar stungu upp á.

Þar kom skýrt fram hvað íbúunum finnst mikilvægt að vinna betur með sérstöðu og ímynd eyjarinnar. Í Hrísey eru tengsl manns og náttúru mjög sterk og íbúar eyjarinnar hafa oft verið framarlega þegar kemur að umhverfismálum. Í þessari ímynd Hríseyjar sem náttúruperlu  felast einstök tækifæri, sem nýta á til atvinnusköpunar og eflingar fyrir allt samfélagið.

Standa ætti betur að markaðssetningu Hríseyjar sem vænlegs búsetukosts, bæði með auglýsingum og bættri ímynd. Halda þarf betur á lofti, kostum þess að búa í Hrísey. Skoða þarf hvort hægt sé að laða fleira ungt fólk til Hríseyjar, t.d. með fríum leikskóla auk þess að huga sérstaklega að þörfum eldri borgara. Nýta má betur smæðina til þess að efla samfélagið og styrkja.

Umhverfismál og umhirða voru mörgum ofarlega í huga. Bæta má umgengni í eynni og gera umhverfi og aðgengi betra. Merkingar og lýsingu þarf að laga og hanna út frá ímynd Hríseyjar. Mikilvægt er að umhverfi sorpmóttöku og gáma verði bætt. Bílastæði við höfnina þarf að skilgreina betur og koma í veg fyrir að rusl safnist fyrir á opnum svæðum.

Hrísey býr yfir þeirri sérstöðu að vera eina eyjasamfélagið við Ísland sem er mjög aðgengilegt frá landi. Samgöngumál voru því mörgum ofarlega í huga og þá sérstaklega ferjusamgöngurnar.  Kallað var eftir samstillingu ferju og almenningssamganga  uppi á landi og bættri aðstöðu fyrir farþega á Árskógssandi.  Há flutningsgjöld hafa hamlandi áhrif á atvinnulíf í eynni. Athuga þarf hvort raunhæft sé að hafa ferjuna gjaldfrjálsa og fjölga þannig ferðafólki og jafnvel íbúum.

Margar hugmyndir eru uppi um eflingu atvinnulífs og nýsköpun. Fundarmenn voru sammála um að Hrísey á mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu og allri afþreyingu fyrir ferðamenn. Efla þarf samvinnu og gera Hrísey sýnilegri í markaðssetningu. Sérstaða Hríseyjar sem áfangastaðar ætti að vera meginþema í ferðaþjónustunni og tengjast þannig heilbrigðum lífsstíl með áherslu á náttúru eyjarinnar. Einnig komu fram hugmyndir um eflingu atvinnu á sviði fjarvinnslu og símsvörunar, framleiðslu á afurðum sem byggðu á hreinleika eyjarinnar og fleira.

Á íbúafundinum var valið nafn á verkefnið og varð nafnið ,,Hrísey; perla Eyjafjarðar“ fyrir valinu. Í kjölfar fundarins mun verkefnisstjóri og verkefnisstjórn laga aðgerðaáætlunina að skilaboðum fundarins og leggja hana síðan fram til samþykktar hjá sveitarfélaginu. Í kjölfarið verður markvisst unnið að markmiðum verkefnisins. Að ári liðnu verður aftur boðið til íbúafundar þar sem litið verður yfir farinn veg, aðgerðaáætlunin yfirfarin og betrumbætt og verkefnum til eflingar byggðar í Hrísey þannig haldið áfram með virkri þátttöku íbúa.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389