Fara í efni  

Fréttir

Íslenskir verkefnisstjórar í þremur nýjum forverkefnum á vegum Norðurslóðaáætlunarinnar

Íslenskir verkefnisstjórar í þremur nýjum forverkefnum á vegum Norðurslóðaáætlunarinnar
Norðurslóðaáætlunin (NPP)

Á stjórnarfundi Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) 18. júní sl. var ákveðið að styrkja 19 ný forverkefni og taka íslenskir aðilar þátt í átta forverkefnum og leiða í þremur þeirra sem telja verður mjög góður árangur.  Alls bárust 43 umsóknir um forverkefnisstyrki.  Tilgangur forverkefna er að stuðla að gerð sterka aðalverkefna og er næsti umsóknarfrestur um aðalverkefni á næsta ári þegar ný áætlun tekur gildi. 

NPP veitti að þessu sinni forverkefnisstyrki að heildarupphæð 48 milljónir íslenskra króna og eru styrkir veittir til allt að 60% af heildarkostnaði.  Hér á eftir er stutt lýsing á þeim íslensku verkefnum sem hlutu forverkefnistyrk í júní 2013.

  • Smart Labels: Samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem tryggir rekjanleika matvæla frá framleiðanda til neytanda.  Íslensku þátttakendurnir eru Háskóli Íslands sem leiðir verkefnið og Menja ehf.   
  • Lifewell: Samstarf íslenskra, norskra og rússneskra aðila um þróun og bestun afurða við flokkun, meðhöndlun og flutning á lifandi krabbadýrum til tryggja ferskleika og gæði.  Íslenski þátttakandinn er Þekkingarsetur Vestmanneyja. 
  • Urchins: Samstarf íslenskra, norskra og skoskra aðila um þróun og nýrra aðferða við veiðar og nýtingu ígulkera.  Íslensku þátttakendurnir eru Matís og Þórishólmi í Stykkishólmi.
  • Horticulture:  Samstarfsverkefni Noregs, Færeyja, Grænlands og Íslands um að rannsaka skilyrði og fýsileika ræktunar berja á norðurslóðum. Landbúnaðarháskóli Íslands og Þróunarfélag Austurlands taka þátt í verkefninu.
  • Cereal: Samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Færeyja og Kanada um ræktun korns til drykkja- og matvælaframleiðslu á norðurslóðum í samstarfi við garðyrkjubændur í samstarfslöndunum. Íslensku þátttakendurnir eru Landbúnaðarháskóli Íslands og Matís sem leiðir verkefnið.
  • BofRA: Samstarfsverkefni Íslands, Finnlands og Írlands um forathugun á stöðu og möguleikum til líforkuframleiðslu í landbúnaðarhéruðum í þátttökulöndum með áherslu á dreifðari byggðir, þar sem bú eru smærri  og dreifðari en gerist í  þéttbýlli héruðum Evrópu.  Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir verkefnið.
  • Creative momentun: Samstarfsverkefni  Írlands, Norður-Írlands, Skotlands, Finnlands og Íslands um eflingu skapandi greina og menningastarfs.  Íslenski þátttakandinn er Sveitarfélagið Hornafjörður.
  • NOLICE:  Samstarf Færeyja, Noregs og Íslands um þróun á nýrri umhverfisvænni og náttúrlegri aðferð við aflúsun laxa.  Háskólinn á Hólum og Fjarðarlax á Táknafirði taka þátt í verkefninu.

Í nóvember verður námskeið á Íslandi fyrir verkefnisstjóra og samstarfsaðila sem hlutu forkverkefnistyrki í júní 2013.

Norðurslóðaáætlun nær til norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Írlands, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands.  Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunarinnar er að styðja við atvinnu- og byggðaþróunarverkefni.  Miðlun þekkingar og reynslu innan svæðisins er talin mikilvæg leið til að yfirvinna hindranir sem felast í miklum fjarlægðum og strjálbýli. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best.  Alþjóðleg samvinna svæða og fyrirtækja hefur aukið samkeppnishæfni viðkomandi aðila og þar með verðmætasköpun og árangur. 

Athygli er vakin á því að ekki verða fleiri umsóknarköll á þessu ári.  Ný Norðurslóðaáætlun tekur gildi á næsta ári og verða umsóknarköll auglýst með góðum fyrirvara á heimasíðu Byggðastofnunar og í fjölmiðlum.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Þórðardóttir á netfangið sigridur@byggastofnun.is eða í síma 455 5400.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389