Fara í efni  

Fréttir

Mannfjöldabreytingar 2008-2009

Hagstofan hefur nú birt upplýsingar um áætlaðan fólksfjölda á landinu og þar má finna upplýsingar um þær breytingar sem orðið hafa síðastliðið ár.

Mannfjöldabreytingar, október 2008 – október 2009

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um áætlaðan fólksfjölda þann 1. október sl. ávef sínum. Fram kemur að íbúum á Íslandi hefur fækkað um 1.263 frá  1. október 2008 eða 0,39%.  Áhugavert er að fylgjast með hvaða breytingar hafa orðið á fólksfjöldabreytingum á landinu frá bankahruni.  Á fyrstu mánuðunum eftir bankahrunið í október 2008 fjölgaði íbúum utan höfuðborgarsvæðisins nokkuð á meðan þeim fækkaði á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasvæðum þess. Sú þróun hefur að miklu leiti stöðvast og jafnvel snúist við. Mesta athygli vekur fólksfjölgun á Vestfjörðum og Vestmannaeyjum á tímabilinu í heild en þau svæði hafa átt við fólksfækkun að glíma undanfarin ár.

Í þessari umfjöllun er litið á tímabilið frá 1. október 2008 til 1. október 2009. Allar tölur eru fengnar af vef Hagstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum lítillega á tímabilinu. Þeim fækkaði á tímabilinu frá október til apríl um 445 en á seinni hluta tímabilsins snérist þróunin við þegar að það fjölgaði um 399. Nokkur mismunur er milli sveitarfélaga þar sem það fækkaði um 1.045 í Reykjavík og um 108 í Mosfellsbæ á meðan það fjölgaði um 515 í Kópavogi, 305 í Hafnarfirði og 253 í Garðabæ.  Á Suðurnesjum hefur verið nokkuð stöðug fækkun allt tímabilið, en þar fækkaði íbúum um 281 íbúa eða 1,30%. Fækkunin er nokkuð jöfn nema í Grindavík þar sem íbúum fjölgaði lítillega.

Á Vesturlandi fækkaði íbúum um 198 á tímabilinu eða um 1,27%. Fyrstu mánuði tímabilisins fjölgaði íbúum á svæðinu um 123 en hefur síðan fækkað um 321. Fækkun er í flestum sveitarfélögum fyrir utan þrjú minnstu sveitarfélögin, Skorradalshrepp, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp þar sem fjölgar lítillega. Langmest er fækkunin í Borgarbyggð þar sem fækkar um 170 manns eða 4,56%.

Á Vestfjörðum fjölgaði íbúum um 137 á tímabilinu eða um 1,89%, þrátt fyrir að síðustu þrjá mánuði hafi þeim fækkað um 48. Fjölgun er í flestum sveitarfélögum fyrir utan Ísafjarðarbæ þar sem fækkaði um 19 íbúa og Súðavíkurhrepp þar sem fækkaði 14 íbúa. Í Bolungarvík fjölgaði um 56, í Vesturbyggð um 42, Reykhólahreppi um 20 og í Tálknafjarðarhreppi um 15 sem þýðir fjölgun upp á 4,6% til 7,5%.

Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 69 á tímabilinu eða 0,94%. Öll fjölgunin átti sér stað á fyrri hluta tímabilsins en á seinni hluta þess hefur íbúafjöldi staðið í stað. Fjölgunina má að mestu leiti rekja til þess að íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði fjölgaði um 80 á tímabilinu eða 1,98% og um 12 í Húnaþingi vestra eða um 1,06%. Lítillega fækkaði í flestum öðrum sveitarfélögum.

Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum um 114 á tímabilinu eða 0,39%.  Í upphafi tímabilsins fjölgaði íbúum á Norðurlandi eystra nokkuð en segja má að sú þróun hafi snúist við þar sem að fólki fækkaði um 213 á seinni hluta tímabilsins. Mest fjölgaði í Langanesbyggð um 25 íbúa eða 5,11% og í Dalvíkurbyggð um 13 íbúa eða 0,68%. Mesta fækkunin varð hins vegar í Fjallabyggð um 69 íbúa eða 3,24%, í Norðurþingi um 44 íbúa eða 1,48% og á Akureyri um 33 íbúa eða 0,19%.

Á Austurlandi fækkaði íbúum um 871 eða 6,49%. Fækkunin var eins og við mátti búast mest í þeim sveitarfélögum sem mest nutu uppgangsins í kringum virkjunar- og álversframvkæmdir. Það fækkaði á Fljótsdalshéraði um 340 eða 8,85%, í Fjarðabyggð um 326 eða 6,50% og um 188 í Fljótsdalshreppi eða 65,73%, en íbúar þar eru nú svipað margir og fyrir framkvæmdir. Mest fækkun varð á fyrri hluta tímabilsins um 751 íbúa á móti 120 íbúa fækkun á seinni hluta tímabilsins. Fjölgun varð í Breiðdalshreppi um 13 íbúa eða 6,67%.

Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 41 eða 0,17%.  Íbúum á Suðurlandi fjölgaði fyrstu mánuði tímabilsins um 128 en fækkað hins vegar um 104 síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Fólksfækkun er hvergi veruleg en mest var hún í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem íbúum fækkaði um 27 eða 1,35%, Sveitarfélaginu Árborg um 18 eða 0,23% og í Grímnes- og Grafningshreppi um 15 3,42%. Mesta fólksfjölgunin var hins vegar í Vestmannaeyjum, um 82 íbúa eða 2,03%. Þá fjölgaði íbúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um 17 og Mýrdalshreppi um 13.

Fólksfjöldi október - október 2009 - excelskjal.

Unnið af Sigurði Árnasyni, Byggðastofnun.  Heimild:www.hagstofa.is 

 


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389