Fara í efni  

Fréttir

Nauðsynlegt að stykja eiginfjárstöðuna

Á ársfundi Byggðastofnunar fjallaði Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, um fjárhagsstöðu hennar og sagði nauðsynlegt að styrkja eiginfjárstöðuna. Vegna mikilla afskrifta hafi eiginfjárstaða stofnunarinnar versnað stig af stigi frá árinu 2001 en vonir stjórnenda stofnunarinnar standi til að botninum sé náð hvað þetta varðar.

Á ársfundi Byggðastofnunar fjallaði Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, um fjárhagsstöðu hennar og sagði nauðsynlegt að styrkja eiginfjárstöðuna. Vegna mikilla afskrifta hafi eiginfjárstaða stofnunarinnar versnað stig af stigi frá árinu 2001 en vonir stjórnenda stofnunarinnar standi til að botninum sé náð hvað þetta varðar.

“Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var í árslok 2003 10,85% og hefur lækkað úr 16,45% í árslok 2001. Stofnunin hefur þurft að glíma við mikinn taprekstur sem einkum orsakast af miklu útlánatapi. Á árinu 2003 námu endanlega töpuð útlán kr. 666 mkr. og á árinu 2002 452 mkr. Er hér að uppistöðu til um að ræða útlán frá árunum 1997-2000. Lítur ekki út fyrir annað en að afskriftir á árinu 2004 verði umtalsverðar, þó vonir stjórnenda standi til að botninum sé nú náð hvað afskriftir útlána varðar,” sagði Aðalsteinn í erindi sínu á ársfundinum.

“Miklu útlánatapi fylgir að stofnunin hefur orðið að leysa til sín mikinn fjölda fasteigna víðs vegar um landið. Í árslok 2003 átti Byggðastofnun fullnustueignir sem metnar eru á 402 m.kr, eða sem svarar tæpum 24% af eiginfé stofnunarinnar. Hér er um verulega aukningu að ræða, en sem dæmi má nefna að í árlok 2001 voru fullnustueignir metnar á um 250 m.kr. Þessu fylgja ýmis vandamál og mikill kostnaður við rekstur og umsýslu þessara eigna meðan þær eru í eigu stofnunarinnar.

Það er auðvitað ljóst að þetta þýðir að vanda verður til verka við ákvarðanir um útlán og fjárfestingar, enda er kveðið á um það í lögum um stofnunina að fjárhagslegt markmið lánastarfsemi Byggðastofnunar skuli vera að varðveita eigið fé hennar að raungildi.”

 

Sterkari eiginfjárstaða stofnuninni nauðsynleg

Að mati Aðalsteins er nauðsynlegt að styrkja eiginfjárstöðu stofnunarinnar svo hún geti gengt hlutverki sínu áfram. “Lækkandi eiginfjárhlutfall takmarkar nú þegar verulega möguleika stofnunarinnar hvað áhættutöku varðar, svo og möguleika til að halda áfram veitingu ábyrgða, t.d á afurðalán sláturleyfishafa.

Byggðastofnun fellur undir lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og heyrir þar með undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Þetta hefur m.a. í för með sér að stofnuninni ber að uppfylla reglur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja, en samkvæmt þeim má eiginfjárhlutfallið ekki fara niður fyrir 8% af áhættugrunni en Fjármálaeftirlitinu er þó heimilt að ákveða hærra viðmið.

Því hefur verið varpað fram að einföld leið til að leysa úr þeim vanda sem skapast með lækkandi eiginfjárhlutfalli sé að undanskilja stofnunina eftirliti FME og reglunum um eiginfjárhlutfall. Það er álit mitt að ekki sé rétt að leysa stofnunina undan eftirliti FME. Í eðlilegu árferði og miðað við eðlilegan rekstur á stofnunin að geta sinnt fullkomlega sínu hlutverki innan þeirra ramma sem lög um fjármálafyrirtæki setja. Hitt er þó mikilvægara að væri það gert er hætt við að það skapaði lausung í starfi stofnunarinnar. Í reglum FME felst mikilvægt aðhald fyrir stofnunina. Telja verður betri kost og efalaust ódýrari til lengri tíma litið að styrkja eiginfjárstöðu hennar nú þannig að viðunandi sé. Fjárhagslegt markmið verði áfram að lánastarfsemin sé sjálfbær og rekin án framlaga úr ríkissjóði.

Rekstur stofnunarinnar hefur hins vegar verið að öðru leyti í samræmi við áætlanir, og þannig hefur rekstrarkostnaður lækkað lítillega frá árinu 2002,” sagði Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri.

Skoða glærur Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra, frá ársfundinum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389