Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir níu samstarfsverkefni

NORA styrkir níu samstarfsverkefni
Merki NORA

Á fundi framkvæmdastjórnar NORA í desember sl. var ákveðið að styrkja 9 samstarfsverkefni. Umsóknarfrestur í NORA er tvisvar á ári og var þetta síðari úthlutun ársins. Alls bárust 98 umsóknir á árinu 2012, en 42 á síðari umsóknarfresti. Íslendingar taka þátt í átta verkefnum af þeim níu sem hlutu styrk.

Verkefnin sem styrk hlutu voru eftirfarandi:

  • Sjávarklasar. Stofna á sjávarútvegsklasa við Norður-Atlantshaf með þátttöku Nýfundnalands, Færeyja, Íslands og Grænlands. Íslenski Sjávarklasinn leiðir verkefnið og Viðskiptaráð tekur einnig þátt af Íslands hálfu.
  • Hring-virkni sjávarútvegs. Samstarfsnet hagfræðinga mun setja fram reiknilíkan fyrir mótun sjávarútvegsstefnu, sem verður uppfært reglulega. Rannsaka  á hringvirkni sjávarútvegs, en það eru þau áhrif sem fiskveiðar hafa á efnahag, t.d. á verslun og annan iðnað. Háskóli Íslands er þátttakandi í verkefninu.
  • Fiskflutningur. Ísgel á Blönduósi ætlar að hanna gelmottur fyrir ferskfiskútflutning frá Færeyjum. Það þarf að aðlaga íslensku aðferðina að færeyskum aðstæðum með möguleika á að yfirfæra annars staðar. Ísgel á Blönduósi leiðir þetta verkefni.
  • NATLOC. Verkefni í ævintýra-ferðaþjónustu. Halda á ratleikjakeppni í NORA-löndunum. Þátttakendur ferðast um svæðin með kort og áttavita og uppgötva landið þannig. Rathlaupfélagið Hekla og Íslenskir fjallaleiðsögumenn taka þátt af Íslands hálfu.
  • Slow Adventure. Ferðamaðurinn fer sér hægt og verður eitt með náttúrunni og sögunni. Móta á  verkefnishugmynd í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki og þjálfa starfsfólk. Rannsóknasetur ferðaþjónustunnar og Háskólasetur á Höfn í Hornafirði eru þátttakendur í þessu verkefni.
  • Ráðstefna um heimskautaferðir skemmtiferðaskipa. Halda á ráðstefnu um þessa tegund ferðaþjónustu, með áherslu á að styrkja samstarf fararstjóra á skemmtiferðaskipum við áfangastaðina, ekki síst á Grænlandi. Cruise Iceland, Faxaflóahafnir er íslenskur þáttakandi.
  • Orkuforði. Verkefni um sjálfbæra orkunýtingu. Hvernig bregðast skal við óstöðugri vindorkuframleiðslu og geyma má raforku til nota þegar framleiðslan er ekki nægileg, þannig að alltaf sé til staðar orka til húshitunar. Orkusetur er íslenski þátttakandinn.
  • Geopolitik. Sagnfræðiráðstefna um málefni norðurheimskautssvæðisins, tengd umræðu líðandi stundar. Enginn íslenskur þátttakandi.
  • Leiðbeiningar um hvalveiðar. Semja á leiðbeiningarit um hvalveiðar, aðgengilegt á netinu. Það er ætlað þeim sem stunda veiðarnar, sem og til að auka þekkingu og skilning umhverfisins á hvalveiðum. NAMMCO stendur að verkefninu og íslensk þátttaka er þar í gegn.

Næsti umsóknarfrestur í NORA er 4. mars nk. og verður auglýstur á heimasíðu Byggðastofnunar, heimasíðu NORA, og í dagblöðum.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389