Fara efni  

Frttir

NORA styrkir nu samstarfsverkefni og ll me slenskri tttku

NORA styrkir nu samstarfsverkefni og ll me slenskri tttku
Fr rsfundi NORA Freyjum

Á ársfundi NORA þann 4. júní voru samþykktir styrkir að fjárhæð tæpar 2,6 milljónir danskra króna  (rúmar 57 mkr.) til níu samstarfsverkefna á NORA-svæðinu.  Umsóknum um styrki hefur farið fjölgandi ár hvert og að þessu sinni bárust um 40 umsóknir. Íslendingar eru afar virkir þátttakendur í samstarfinu og eru með í næstum öllum verkefnum sem fá styrki.

Ársfundur NORA var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni. Auk ársfundarins heimsótti NORA-nefndin nokkur frumkvöðlafyrirtæki í Þórshöfn og kynnti sér framtíð færeyskrar ferðaþjónustu. Meðal annars kom Sif Gunnarsdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri Norðurlandahússins á fund nefndarinnar og sagði frá starfi sínu, en menningarnótt Þórshafnar var haldin nokkrum dögum eftir fund nefndarinnar.

Verkefnin sem NORA veitti styrk að þessu sinni eru eftirtalin: 

 • Rannsókn á stofnstærð makríls, verkefni leitt af Hafrannsóknastofnun í samstarfi alls NORA-svæðisins auk Kanada. Aðrir íslenskir þátttakendur eru Matís, Huginn ehf. og Síldarvinnslan.
 • Macrobiotech – verkefni um ræktun þörunga á opnu hafi og nýtingu, m.a. í matvælaframleiðslu. Færeyingar leiða verkefnið en Matís er íslenski þátttakandinn.
 • NOLICE, verkefni með það að augnamiði að aflúsa lax. Fyrirtækið Akvaplan niva í Noregi leiðir verkefnið, en íslenskir þátttakendur eru Fjarðarlax og Hólaskóli.
 • Veiðar á rauðátu. Nýta á rauðátuna  til manneldis að hluta, þ.e. til olíuframleiðslu sem bæði nýtist til manneldis, og í lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Hraðfrystihúsið Gunnvör leiðir verkefnið sem er í samstarfi við Norðmenn, en auk þess tekur Hafrannsóknastofnun þátt.
 • Kornrækt á norðurslóðum. M.a. á að koma á samstarfi í ræktun og nýtingu, prófa ræktun afbrigða og setja fram leiðbeiningar fyrir bændur. Matís leiðir þetta verkefni, samstarfsaðilar eru í Færeyjum, Noregi, Skotlandi, Kanada og auk Matís tekur Landbúnaðarháskólinn þátt.
 • Jarðvangar. Framhaldsverkefni, sem felst í að skipuleggja 3ja daga ferðir og útbúa kynningarefni á netinu gegnum heimasíðu o.fl. Setja á upp bókunarkerfi og leitarvél og stofna norræna deild Geoparks. Norðmenn leiða þetta verkefni, en íslenskir þátttakendur eru Katla-jarðvangur og fyrirtækið Locatify.
 • Ferðaþjónustuverkefnið Eiríkur rauði. Koma skal á ferðaþjónustusamstarfi milli Íslands og S-Grænlands og  Færeyja. Sett verður upp farandsýning. Grænlendingar leiða verkefnið, en íslenskir þátttakendur eru Flugfélag Íslands, Igdlo Travel og Norræna húsið.
 • ECO-counter. Sett verður fram reiknilíkan um koltvísýringslosun við tilteknar tæknilausnir.  Reiknilíkanið á að vera aðgengilegt á netinu og geta nýst öllum, m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Nýorka leiðir verkefnið sem einnig er með þátttöku Orkuseturs og aðila á öllu NORA-svæðinu auk Kanada.
 • Grastegundir og loftslagsbreytingar. Rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á norrænar grastegundir. Landbúnaðarháskólinn leiðir verkefnið en samstarfsaðilar eru í öllum NORA-löndunum. 

Næsti umsóknarfrestur NORA verður 7. október. Nánari upplýsingar gefur tengiliður NORA á Byggðastofnun, Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sigga@byggdastofnun.is og einnig má sjá upplýsingar á heimasíðu NORA, nora.fo


Til baka

Skrning pstlista

 • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
 • Smi 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389