Fréttir
NORA styrkir níu verkefni
Á ársfundi NORA í byrjun júní var samþykkt að styrkja níu samstarfsverkefni. Íslenskir aðilar taka þátt í þeim öllum og leiða sum þeirra.
Ársfundur NORA var haldinn í Vestmannaeyjum dagana 2.-3. júní sl. Á fundinum létu Íslendingar af formennsku og Norðmenn tóku við. Jafnframt var þessi fundur sá síðasti sem Lars Thostrup leiðir, en hann hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri NORA og við tekur Ásmundur Guðjónsson. Ásmundur er Færeyingur en af íslenskum ættum, menntaður sjávarlíffræðingur með starfsferil að mestu leyti á sviði sjávarútvegs, m.a. í stjórnkerfinu og hjá norrænu ráðherranefndinni.
Á ársfundinum í Eyjum voru 40 styrkumsóknir afgreiddar. Af þeim hlutu níu verkefni styrk og þar af eru þrjú verkefni með framhaldsstyrk. Íslendingar taka þátt í öllum verkefnunum, en íslensk þátttaka í NORA-verkefnum er ávallt mjög góð.
Verkefnin sem styrkt voru á þessum fyrri umsóknarfresti 2015 eru:
Eldri verkefni sem fengu framhaldsstyrk:
NOLICE
Tilraunaverkefni sem snýst um meðhöndlun á laxalús og hvernig hægt sé að nota hrognkelsi í því skyni. Með því móti batna rekstrarskilyrði í laxeldi til muna. Íslenskir þátttakendur eru Fjarðalax og Hólaskóli.
Kortlagning á lífríki hafsbotnsins
Skapa á umræðuvettvang og þróa og innleiða aðferðir til að kortleggja lífríki hafsbotnsins til þess að þekkja betur líffræðilegan fjölbreytileika þess. Gefin verður út skýrsla og skrifaðar vísindagreinar. Íslenskir þátttakendur eru Hafró og Náttúrufræðistofnun.
Umræða um „grænan vöxt“
Rannsókn háskóla í fimm löndum sem snýst um „grænan“ vöxt og hvernig hann birtist í stefnu stjórnvalda og alheimsumræðunni, og um hindranir og tækifæri á svæðinu varðandi þessa hugmyndafræði. Íslenskir þátttakendur eru Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri.
Ný verkefni:
Valuable
Verkefni um nýtingu þörunga til framleiðslu, sem nýtist í snyrtivöru- og matvælaiðnaði. Íslenskir þátttakendur eru Matís og Háskólinn á Akureyri.
Vestnorrænn vettvangur líftækni
„Blue Bioeconomy“ er nýtt hugtak í rannsóknum þar sem horft er á nýtingu hafsins út frá hagfræðilegu sjónarhorni. Festa á hugtakið í sessi og færa það betur í norræna samvinnu. Matís leiðir verkefnið.
SPEC
SPEC er tækni sem notuð er til að fylgjast með mengun frá skipum. Með því er hægt að gera kröfur um mengunarvarnir skipaflotans auk þess sem stuðlað er að verndun lífríkis hafsins. ARK Technology leiðir þetta verkefni en aðrir íslenskir þátttakendur eru Marorka og Háskóli Íslands.
Aðgengi fatlaðra
Gera á bækling um vel heppnuð (best-practice) verkefni á sviði aðgengis fyrir fatlaða að ferðamannastöðum. Norm ráðgjöf ehf. Leiðir verkefnið en aðrir íslenskir þátttakendur eru Access Iceland ehf., Reykjavíkurborg og Öryrkjabandalagið.
SEAS
Tæknilausnir til að draga úr mengun með því að nota endurnýjanlegan orkugjafa. Háskóli Íslands leiðir verkefnið ásamt ARK Technology.
Vatnsbúskapur á heimskautssvæðinu
Gera á úttekt á vatnsbúskap á heimskautssvæðinu, sérstaklega á svæðum þar sem lítið vatn finnst eða þá aðeins hluta úr ári. Það getur þýtt flutning vatns um langan veg eða geymslu þess í langan tíma. Það hefur áhrif á t.d. fiskvinnslu. Þróa á mögulegar lausnir og greina möguleika sem fyrir hendi eru. Íslenskur þátttakandi er verkfræðistofan EFLA.
Síðari umsóknarfrestur í NORA verður mánudagurinn 5. október.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember