Fréttir
Nýir samningar um atvinnu- og byggðaþróun
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var síðastliðinn föstudag, skrifuðu Aðalsteinn Þorsteinsson f.h. Byggðastofnunar, og framkvæmdastjórar 8 atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga, undir nýja samninga um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök.
Markmið samningana er m.a. að skapa grundvöll um samstarf við byggðaþróun í samræmi við stefnu Alþingis í byggðamálum, með áherslu á búsetuskilyrði og samkeppnishæfni, nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarf. Þá er gert ráð fyrir áætlanir ríkisins og heimamanna verði samþættar með m.a. í samræmi við sóknaráætlun hvers landshluta.
Stjórn Byggðastofnunar samþykkti í byrjun árs 2013 nýtt reiknilíkan fyrir skiptingu fjár til atvinnuþróunará milli landshluta, en fram til þessa hefur slíkt reiknilíkan ekki verið til staðar. Ekki hafa verið augljós rök fyrir skiptingunni eins og hún hefur verið undanfarin allmörg ár, jafnframt því sem breytingar hafa orðið á starfssvæðum margra atvinnuþróunarfélaga án þess að það leiddi til samsvarandi flutninga á fjármunum á milli félaganna. Reiknilíkaninu er ætlað að auka gagnsæi við úthlutun opinberra fjármuna og gæta jafnræðis á milli samsvarandi svæða. Meginhluta fjár til atvinnuþróunar verður eftirleiðis skipt á milli starfandi atvinnuþróunarfélaga í samræmi við stærð og fjölda vinnusóknarsvæða innan þeirra vébanda. Fjöldi vinnusóknarsvæða endurspeglar að talsverðu leyti vegalengdir innan starfssvæða atvinnuþróunarfélaga og kostnað við starfsemi þeirra á mörgum stöðum. Stærð vinnusóknarsvæðanna endurspeglar styrk þeirra og þótt gert sé ráð fyrir að kostnaður við atvinnuþróun aukist með auknum mannfjölda er reiknað með hlutfallslega hærri upphæðum til fámennari svæða. Sums staðar falla vinnusóknarsvæði saman og er þá íbúafjöldi aðeins talinn til annars svæðisins. Ljóst var að þessi breyting kynni að leiða til breytinga á framlögum til einstakra félaga, en markmiðið var að framlög myndu þó ekki lækka til neins þeirra, og því lagði Byggðastofnun fram 4,6 m.kr til að tryggja það.
Atvinnuþróunarfélögin og landshlutasamtökin sem um ræðir eru: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Austurbrú, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samband sveitarfélaga á Suðurlands, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtök sveitarfélag á Vesturlandi. Hinir nýju samningar gilda frá 1.janúar 2013 til 31.desember 2017 og eru uppsegjanlegir með sex mánaða fyrirvara.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember