Fara í efni  

Fréttir

Ólík nálgun á snjallfækkun

Ólík nálgun á snjallfækkun
Frá heimsókninni

Um fjörutíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Heimsóknin er liður í alþjóðlegu samstarfi og skipulögðum sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands. 

Snjallfækkun 
Matthias Kokorch fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum segir tilgang heimsóknarinnar að læra um nálgun ólíkra landa á ,,snjallfækkun” (e.smart shrinking) fyrir svæði sem glíma við fólksfækkun með áherslu á að mynda smærri kjarna með betri lífsgæðum. Heimsókn hópsins til Byggðastofnunar segir Matthias að sé mikilvægur liður í að kynna starfsemi stofnunarinnar fyrir jafn fjölbreyttum hópi fólks sem sérhæfir sig í byggðamálum í sínum heimalöndum, með því dreifist þekking milli landa sem gagnist öllum. Auk viðkomu hjá Byggðastofnun heimsækir hópurinn Akureyri, Siglufjörð, Seyðisfjörð, Þórshöfn, Dalvík og Mývatnssveit og vinnur í kjölfarið verkefni tengd þeim heimsóknum. 
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar kynnti meginhlutverk stofnunarinnar sem er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. 
 
Verkfærakista  
Farið var yfir þau verkfæri sem stofnunin hefur til að þess að ná þessum markmiðum og kynnti Kristján Þ. Halldórsson verkefnið Brothættar byggðir, Hrund Pétursdóttir fræddi hópinn um lánveitingar stofnunarinnar og hvernig þær nýtast til eflingu byggðar í landinu. Hanna Dóra Björnsdóttir sagði frá samstarfi Byggðastofnunar og háskóla í landinu með það að markmiði að efla og styrkja rannsóknir á byggðamálum. Að lokum fór Sigurður Árnason yfir hlutverk byggðaáætlunar og hvernig aflamark Byggðastofnunar nýtist í dreifðum byggðum. 
 
Kristján Þ. Halldórsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar kynnir verkefnið Brothættar byggðir

Samhljómur 

Donatas Burneika háskólaprófessor frá Háskólanum í Vilnius sagði að nám sem þetta væri dýrmætt að mörgu leyti og að samhljómur væri með mörgum þeim verkefnum og vandamálum sem þjóðirnar stæðu frammi fyrir hvað búsetuþróun varðar. “Það er mikilvægt að geta komið til Íslands og hitt hér fyrir aðra háskólakennara og nemendur sem koma úr ólíku umhverfi. Byggðaþróun er hvergi eins en við getum alltaf fundið einhvern rauðan þráð sem tengir okkur öll og við getum lært hvert af öðru. Námið sem slíkt er afar gott en fyrir mína nemendur er líka mikill skóli í því alþjóðlega samstarfi sem hér fer fram. Það mætti kalla þetta hópavinnu fyrir lengra komna.“ 

“Ísland er eitt af strjálbýlustu löndum veraldar.  Því fylgja miklar áskoranir að skapa aðgengi landsmanna allra, að þjónustu.  Það var einkar fróðlegt að heyra frá hópnum að þó strjálbýlið á Íslandi sé víðtækara en annarsstaðar eru viðfangsefnin víðast þau sömu.“  sagði Arnar Már að lokinni heimsókn. 

 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: https://sites.uef.fi/geonordbalt/  

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389