Fréttir
Ráðstefna NORA í Stornoway um hvernig megi efla sjálfbæra framtíð eyjasamfélaga
Áskoranir og sjálfbær framtíð fámennra eyjasamfélaga á Norður Atlantshafssvæðinu voru meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu NORA sem fram fór í Stornoway í Skotlandi í síðustu viku.
Fulltrúi Byggðastofnunar og landstengiliður NORA sótti ráðstefnuna sem bar heitið North Atlantic & Arctic Neighbours: Building Sustainable Futures for Island Communities.
Skipuleggjandi og bakhjarl ráðstefnunnur var Islands Book Trust í samvinnu við NORA. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar í Stornoway en þátttakendur komu frá NORA löndunum; Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og strandhéruðum Noregs auk þátttakenda frá Skotlandi og þá sérstaklega frá skosku eyjunum þar sem ráðstefnan fór fram.
Fræðimenn og fagaðilar greindu frá stöðu landanna og ræddu lýðfræðilega og efnahagslega þróun við aðra hagsmunaaðila, frumkvöðla og ungt fólk. Heyra mátti að álíka áskoranir eru víða varðandi brýna þörf á uppbyggingu innviða eins og bættar samgöngur, húsnæðismál, þjónustu og atvinnutækifæri. Þátttakendur deildu reynslu og frásögnum auk þess að skiptast á hugmyndum um hvernig megi efla sjálfbæra framtíð fámennra samfélaga. Mikilvægt sé að styrkja næstu kynslóð og leggja áherslu á nýsköpun og ný tækifæri samhliða því að virðing sé borin fyrir hefðum og uppruna. Styrkja megi hefðbundnar rætur á sama tíma og verið er að efla nýsköpun. Áhersla var lögð á að draga fram og ræða mögulegar leiðir og lausnir til að tryggja seiglu og velmegun, efla samfélagslega þátttöku ungs fólks og lýðræði, bæta stjórnarhætti og byggðabrag. Fram kom að samtal og samráð við íbúa er mikilvægt, að heimamönnum sé treyst og að þeir hafi vald og frelsi til ákvarðana varðandi samfélagið sem þeir búa í. Útgangspunktur megi gjarnan og oftar vera sá að styrkja og efla samfélög fremur en að fjölga íbúum. Skýr stefna og sameiginleg sýn sé mikilvægust og síðan þurfi að forgangsraða samkvæmt henni.
Unga fólkið talaði fyrir mikilvægi þess að fá áheyrn, að það sé raunverulega hlustað á sjónarmið þeirra og mark tekið á þeim. Að þau hafi tækifæri og að þeim sé treyst. Það, hvaðan þú kemur, setur þér engin takmörk varðandi hvert þú getur farið eða hvers þú ert megnugur. Að ungt fólk fái að koma að ákvörðunum og hafa áhrif.
Einnig var fjallað um hversu mikil áhrif sögur samfélaga og orðspor getur haft á framtíð þeirra. Í stað þess til dæmis að ítrekað sé rætt með neikvæðum undirtón að samfélag sé að eldast, svæði sé vindasamt og vinnumarkaður einhæfur þá megi fremur beina athyglinni að því hvað geri samfélagið að góðu samfélagi. Spyrjið íbúa og þá sérstaklega unga fólkið hvers vegna er gott að búa hér. Góð menning í samfélaginu sem býður fólk velkomið eykur líkur á því að fólk hafi löngun til að koma og dvelja til lengri og skemmri tíma. Samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði er það mikils virði að hlúa að mannlega þættinum og rækta í menningunni að þar sé svigrúm fyrir hvern einstakling, á öllum sviðum samfélagsins, í skólum, á vinnustöðum jafnt sem annars staðar. Tilfinningin að tilheyra samfélagi gerir það aðlaðandi.
Allir þátttakendur ráðstefnunnar framan við UHI
Íslendingar á ráðstefnunni
Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar. Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri svo og Svalbarða). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember