Fréttir
Þrjú verkefni styrkt af Byggðarannsóknasjóði
Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Siglufirði þann 11. apríl sl. Verkefnin sem styrk hljóta eru rannsóknir sem lúta að minjavernd og ferðaþjónustu, landbúnaði og búsetuskilyrðum.
Byggðarannsóknasjóður var stofnaður haustið 2014 og er fjármagnaður af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn 2. febrúar og umsóknarfrestur rann út þann 14. mars. Alls bárust 6 umsóknir, samtals að upphæð rúmar 17,1 m.kr. og heildarkostnaður verkefna er 38,4 m.kr. Til úthlutunar eru 10 m.kr. Umsóknirnar voru fjölbreyttar og uppfylltu skilyrði sjóðsins.
Stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja þrjú verkefni. Þau eru:
Heiti verkefnis | Umsækjandi | Styrkupphæð |
Rannsókn um nytja- og minjagildi torfhúsa | Háskólinn á Hólum í Hjaltadal | 3.500.000 |
Betri búskapur - bættur þjóðarhagur | Landbúnaðarháskóli Íslands | 3.000.000 |
Sínum augum lítur hver á silfrið: Búsetuskilyrði og blæbrigði þeirra | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi | 2.400.000 |
Stutt lýsing á hverju verkefni:
Rannsókn um nytja- og minjagildi torfhúsa. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf landsmanna og ferðamanna til þess minjaarfs sem felst í torfhúsum. Einnig á að skrá, staðsetja og lýsa þessum menningarminjum og skoða hvaða sess torfhús hafa varðandi ferðaþjónustu og minjavernd. Afraksturinn mun nýtast til stefnumótunar í minjavörslu og til jákvæðrar byggðaþróunar.
Betri búskapur – bættur þjóðarhagur. Gera á greiningu á þróun í landbúnaði með áherslu á sauðfé og mjólkurframleiðslu og borið saman við nágrannalöndin. Lagt verður mat á framtíðartækifæri til matvælaframleiðslu hér á landi og skoðað hvernig efla megi starfsemi og aðstöðu Landbúnaðarháskólans.
Sínum augum lítur hver á silfrið: Búsetuskilyrði og blæbrigði þeirra. Greina á óskir og þarfir landsmanna varðandi búsetuskilyrði, greina stöðu og mikilvægi búsetuskilyrða út frá sjónarmiði borgarbúa og íbúa afskekktari byggða. Unnið verður út frá kenningum Tiebout um staðbundið skynvirði, en greiningin byggir á íbúakönnun sem gerð var á stórum hluta landsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember