Fréttir
Uppfærð mannfjöldaspá Byggðastofnunar
Byggðastofnun hefur uppfært mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni sem áður var gefin út í mars 2018. Ný gögn frá Hagstofu Íslands eru notuð og meðhöndlun upplýsinga um búferlaflutninga er endurbætt.
Mannfjöldaspáin byggir á mannfjöldalíkani Byggðastofnunar sem notað er til að brjóta mannfjöldaspá Hagstofu Íslands niður á minni svæði, þ.e. 8 landshluta, 27 svokölluð atvinnugreinasvæði og 72 sveitarfélög samkvæmt sveitarfélagaskipan 1. janúar 2019.
Einungis er notast við opinber gögn frá Hagstofu Íslands og eru þau meðhöndluð á ákveðinn hátt til að útbúa inntaksgögn fyrir mannfjöldalíkanið og lýsa þau frjósemis- og dánarhlutföllum og búferlaflutningum ásamt mannfjölda í byrjun spátímabils.
Mannfjöldalíkan Byggðastofnunar er slembilíkan og það byggir á hlutlægum aðferðum og notast eingöngu við söguleg gögn, þ.e. engar forsendur eru fyrirfram gefnar og hvergi er notast við sérfræðiálit. Mannfjöldalíkan Byggðastofnunar byggir því á því „að fram haldi sem horfir“. Niðurstöður mannfjöldaspárinnar eru settar fram sem meðaltal og 80% spábil 10.000 slembiúrtaka líkansins og skalað við miðspá Hagstofu Íslands.
Mannfjöldaspáin nær frá árinu 2020 til ársins 2067, eða 48 ár fram í tímann. Spáin gefur vísbendingar um að fólki haldi áfram að fjölga á höfuðborgarsvæðinu með stöðugri fækkun víða á landsbyggðinni. Hafa ber í huga að óvissa þessarar mannfjöldaspár er töluverð og þó að hún geti gefið þokkalega mynd af mannfjöldaþróun til skemmri tíma, t.d. 15 ára, verður að taka niðurstöðum til lengri tíma með fyrirvara.
Við gerð mannfjöldaspárinnar er ekki tekið tillit til eftirspurnar fólks á svæðum sem kann að myndast við fólksfækkun og gæti verið mætt með innflutningi fólks erlendis frá og ekkert tillit er tekið til metturnar byggingarlands eða annarra utanaðkomandi þátta er kunna að varða mannfjöldaþróun ýmissa svæða. Hægt er að benda á þætti eins og stjórnvaldsákvarðanir, samgöngubætur eða náttúruhamfarir sem vitað er að geta haft töluverð áhrif á þróun mannfjölda á áhrifasvæði.
Skýrslu um mannfjöldaspá Byggðastofnunar má nálgast HÉR
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember