Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun styrkja í tilraunaverkefnunum Raufarhöfn og framtíðinni II og Öxarfirði í sókn II

Úthlutun styrkja í tilraunaverkefnunum Raufarhöfn og framtíðinni II og Öxarfirði í sókn II
Frá úthlutunarhátíð á Kópaskeri

Formleg úthlutunarhátíð vegna úthlutunar styrkja í tveimur nýjum tilraunaverkefnum undir merkjum Brothættra byggða var haldin á Kópaskeri laugardaginn 21. júní síðastliðinn. Úthlutunarhátíðin var hluti af dagskrá Sólstöðuhátíðar sem haldin var þá helgi. Tilraunaverkefnin tvö, Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjörður í sókn II eru til þriggja ára og hafa samningar um verkefnin verið undirritaðir á milli samningsaðila þ.e. Norðurþings, SSNE og Byggðastofnunar. Um var að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóðum byggðarlaganna tveggja en gert er ráð fyrir að úthlutað verði úr þeim einu sinni á ári yfir samningstímabilið, sem nær til loka árs 2027.

Fjármunir til ráðstöfunar 2025

Til ráðstöfunar í þessari úthlutun voru kr. 11.000.000 í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin II og kr. 13.750.000 í verkefninu Öxarfjörður í sókn II. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðina.

Fjölbreytt og áhugaverð frumkvæðisverkefni

Ljóst má vera að íbúar í byggðarlögunum hafa frumkvæði og þor til að hrinda spennandi hugmyndum í framkvæmd og gefur það sannarlega tilraunaverkefnunum byr undir báða vængi. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi frumkvæðisverkefnanna sem hlutu styrki að þessu sinni en þau eru bæði fjölbreytt og áhugaverð. Hægt er að kynna sér verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni úr Frumkvæðissjóði Raufarhafnar og framtíðarinnar II hér, og verkefni sem hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði Öxarfjarðar í sókn II hér.

Hér má sjá mynd sem tekin var á úthlutunarhátíðinni, myndasmiður var Kristján Þ. Halldórsson hjá Byggðastofnun.

 

 

_____________________________________________________________________________________________________________

Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389