Fréttir
Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði 2016
Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar í dag, 15. apríl. Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla, hagnýtt gildi framtíðarfræða við byggðaþróun, fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum og vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi eru þau verkefni sem stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja árið 2016.
Byggðarannsóknasjóður var stofnaður haustið 2014 og er fjármagnaður af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Til úthlutunar eru 10 m.kr. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í lok janúar og umsóknarfrestur rann út þann 6. mars. Alls bárust 15 umsóknir, samtals að upphæð 48,4 m.kr. Umsóknirnar voru afar fjölbreyttar og flestar uppfylltu þær skilyrði sjóðsins.
Stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja fjögur verkefni. Verkefnin eru:
- Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla.
Styrkupphæð 3 m.kr. Styrkþegi er Þóroddur Bjarnason.
- Aðferðir framtíðarfræða. Hvert er hagnýtt gildi þeirra við byggðaþróun?
Styrkupphæð 2,5 m.kr. Styrkþegi er Framtíðarsetur Íslands ehf.
- Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum.
Styrkupphæð 2,5 m.kr. Styrkþegi er Vífill Karlsson.
- Vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi.
Styrkupphæð 2 m.kr. Styrkþegi er Lilja Guðríður Karlsdóttir.
Stutt lýsing á hverju verkefni:
Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla.
Verkefninu er ætlað að meta áhrif íslenskra háskóla á byggðaþróun á Íslandi og kortleggja svæðisbundin áhrif þeirra utan höfuðborgarsvæðisins. Í því sambandi verður bæði litið til þeirra háskóla og háskólasetra sem starfa utan Reykjavíkur og háskólanna í Reykjavík sem sinna nemendum um allt land með staðar- og fjarnámi. Verkefnið byggir á fjölþættri aðferðafræði þar sem unnið verður með opinber gögn, upplýsingar úr skráningarkerfum háskólanna, viðtöl og spurningakannanir. Veitt verður yfirlit um þróun háskólanáms á Íslandi í samhengi við byggðaþróun og þróun íslensks skólakerfis frá lokum nítjándu aldar. Upptökusvæði háskólanna verða kortlögð og metin áhrif þeirra á menntunarstig, efnahag og þróun einstakra svæða.
Aðferðir framtíðarfræða. Hvert er hagnýtt gildi þeirra við byggðaþróun?
Um er að ræða rannsóknaverkefni er tekur til aðferða framtíðarfræða við byggðaþróun. Umræddar aðferðir hafa lítið sem ekkert verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þær séu vel þekktar í helstu samkeppnislöndum okkar. Verkefnið á að skila bæði rannsóknatengdum niðurstöðum sem auka þekkingu og jafnframt hagnýtum niðurstöðum fyrir valinn rannsóknavettvang.
Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum.
Vísbendingar eru um að föst búseta í einstökum byggðarlögum gæti lagst af innan 20 ára vegna þess að íbúðir þar eru vinsælar sem sumarhús aðkomumanna. Dæmi er um að þriðjungur eigna séu í eigu „utanbæjarmanna“ og útlit er fyrir að það hlutfall eigi eftir að aukast. Hér er þessi þróun nefnd fjarbúaspenna. Í rannsókninni verður fasteignamarkaðinn á landsbyggðunum rannsakaður og kortlagt hve mörg samfélög búa við fjarbúaspennu. Notaður verður nafnalisti yfir alla sem eiga fasteignir þar og þeir fundnir sem ekki hafa þar lögheimili. Þeim verður send skoðanakönnun og spurt hvort þeir vilja selja, leigja eða eiga sínar eignir. Þeir sem vilja selja verða spurðir um söluverð til þess að fá hugmynd hvort byggingarkostnaður sé í takt við markaðsverð. Með þessum hætti verður hægt að meta fjarbúaspennu, þ.e. hvort stór hluti húsnæðis sé „haldið frá“ leigu- eða sölumarkaðnum og setji þar með staðbundna vinnumarkaðnum fólki á vinnumarkaði) skorður.
Vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi.
Verkefnið snýst um að kanna vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Húsavík og Akureyri. Þannig er annars vegar hægt að vita hversu stórt hlutfall íbúa vinnur utan síns sveitarfélags og hins vegar að meta á hversu stóru svæði fólk vinnur. Sérstaklega áhugavert er að rannsaka ferðamynstur milli Húsavíkur og Akureyrar í dag áður en Vaðlaheiðargöng og möguleg stóriðja á Húsavík opnar. Þannig myndast gagnagrunnur sem hægt er að nota til samanburðar síðar meir þegar göngin hafa verið opnuð.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember