Fara í efni  

Fréttir

Ársreikningur 2009

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2009, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 30. apríl 2010. Tap ársins nam 3.015 mkr. Samkvæmt ársreikningnum er eigið fé stofnunarinnar 1.130 mkr.

Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2009:
  • Tap stofnunarinnar á árinu nam 3.015 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 684,6 mkr. samanborið við 459,6 mkr. hreinar vaxtatekjur á árinu 2008.
  • Rekstrartekjur námu 509,3 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 487,5 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 3.721 mkr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 522 mkr.
  • Endanlega töpuð útlán námu 430 mkr.
  • Eignir námu 23.714 mkr. og hafa hækkað um 405,4 mkr. frá árinu 2008. Þar af voru útlán 17.763 mkr.
  • Skuldir námu 22.584 mkr. og hafa hækkað um 820 mkr. frá árinu 2008.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 368,3 mkr.
  • Alþingi samþykkti í Fjáraukalögum 2009, 2.600 mkr. framlag til að auka eigið fé stofnunarinnar.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 4,92% en skal að lágmarki vera 8%
Um ársreikninginn

Vegna hruns íslensku bankanna og erfiðs efnahagsástands hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu. Á árinu var þessi fjárhæð 3.721 mkr. í samanburði við 1.660 mkr. árið 2008. Skýrist tap stofnunarinnar á árinu af þessum varúðarfærslum.

Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 684,6 mkr. og hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Afskriftarreikningur útlána er myndaður til að mæta hugsanlegum töpum í framtíðinni. Framlög í afskriftarreikninginn námu 3.721 mkr. á árinu 2009 og var hlutfall afskriftarreiknings af heildarútlánum 21%. Vegna bankahrunsins, falls íslensku krónunnar og efnahagsþrenginga hefur stofnunin þurft að leggja til hliðar í afskriftarreikning til að bregðast við töpum í framtíðinni.

Nýjar lánveitingar drógust saman á tímabilinu og námu 1.148 mkr. samanborið við 3.881 mkr. á árinu 2008.

Í byrjun ársins gaf stofnunin út skuldabréf og bauð í lokuðu útboði og nam útgáfufjárhæðin 1.000 mkr. Töluverð umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum.

Horfur

Til að bregðast við því að koma eiginfjárhlutfalli Byggðastofnunar yfir 8% lögbundið lágmark samþykkti Alþingi 1.000 mkr. aukningu á eiginfé hennar í Fjárlögum 2010.

Á árinu 2010 er á gjalddaga skuldabréfaflokkurinn BYG 98 sem gefinn var út 1998. Byggðastofnun hefur tryggt fjármagn til að standa við greiðslu á honum.

Hér má nálgast ársreikninginn
.

Tilkynning Byggðastofnunar til OMX Kauphallarinnar

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389