Fréttir
NORA STYRKIR ELLEFU VERKEFNI
Á vorfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var á Kjerringøy í Norður-Noregi í lok maí s.l. var samþykkt að styrkja ellefu verkefni. Íslendingar taka þátt í níu þeirra og stefnt að þátttöku þeirra í einu til viðbótar auk þess að leiða eitt verkefnanna. Alls er varið 2,7 milljónum danskra króna í styrkina ellefu.
Alls bárust 16 umsóknir að þessu sinni. Eins og alltaf eru Íslendingar þátttakendur í stórum hluta verkefnanna sem sótt var um til og næstum allra styrktra verkefna.
Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:
- Transatlantik dykkersamarbejde. Forverkefni, en verkefnishugmyndin snýr að samstarfi um köfun og að auka þekkingu og hæfni í greininni. Íslenskur þátttakandi, DIVE.is. Styrkur 60.000 dkr.
- Slow Tourism. Skipuleggja á vinnufundi og ráðstefnu í Færeyjum, en áhersla er lögð á sjálfbæra ferðaþjónustu í þessu verkefni, sem er í framhaldi af verkefni sem kallaðist „Uldvandreture“ og NORA styrkti. Íslenskur þátttakandi, Textílmiðstöðin á Blönduósi. Styrkur 50.000 dkr.
- Havkajakturisme. Þjálfa á leiðsögumenn í kajak-ferðaþjónustu. Ísland er ekki þátttakandi. Styrkur 450.000 dkr.
- Green Education for Empowered Communities. Bjóða á upp á VET-námskeið, gerð verður handbók og stafrænn vettvangur. Íslenskir þátttakendur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og EMZ ehf. Styrkur 500.000 dkr.
- Sustainable Aviation Fuel. Framhaldsverkefni. Þessi seinni hluti snýst um rannsókn á eldsneytisnýtingu í flugi o.fl. Íslenskur þátttakandi, Austurbrú. Styrkur 350.000 dkr.
- Creative North. Forverkefni sem snýst um að koma á samstarfi milli ungra frumkvöðla. Íslenskur þátttakandi, Hringrásarsetur Íslands. Styrkur 200.000 dkr.
- Ageing in an Accessible Arctic. Norsk-grænlensk rannsókn á kjörum aldraðra í sjávarbyggðum. Ísland er ekki með. Styrkur 135.547 dkr.
- Arctic Frontiers Student Forum. Styrkja samstarf AFSF sem er nemendasamband á heimskautasvæðinu. Íslenskur þátttakandi, Háskólinn á Hólum. Styrkur 237.249 dkr.
- Coworking for bygdeliv. Verkefnið snýst um það hvernig hægt er að fjölga íbúum fámennra byggðarlaga. Íslenskur þátttakandi, Blábankinn á Þingeyri. Styrkur 489.000 dkr.
- Genbrugsværksted. Fræða og efla ungt fólk með fræðslu um hringrásarhagkerfið og áhersla á að nýta hluti og gera við. Íslenskur þátttakandi, Hringrásarsetur Íslands sem jafnframt leiðir verkefnið. Styrkur 150.000 dkr.
- Mapping Northern Futures. Forverkefni. Snýst um áskoranir ungs fólks í samfélögum þar sem íbúaþróun er neikvæð og atvinnulíf fábreytt og fólk glímir við einmanaleika og andleg vandamál. Ísland ekki með en stefnt að því að svo verði í meginverkefni. Styrkur 50.000 dkr.
Næsti umsóknarfrestur er mánudagur 7. október 2024. Hægt er að kynna sér nánar hvernig á að sækja um styrk í NORA er á slóðinni: https://nora.fo/guide-til-projektstotte og einnig er hægt að sækja sér fræðslu á webinar sem boðið verður upp á í febrúar og verður auglýst nánar á heimasíðu Byggðastofnunar og á síðu NORA, www.nora.fo
Einnig veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir tengiliður NORA upplýsingar og ráðgjöf, netfang sigga@byggdastofnun.is og sími 4555400 og 8697203.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember