Fara í efni  

Fréttir

Nýjar sóknaráætlanir landshluta í undirbúningi

Nýjar sóknaráætlanir landshluta í undirbúningi
Frá fundi stýrihóps og Fjórðungssamb Vestfirðirðin

Landshlutasamtök sveitarfélaga vinna nú hörðum höndum að gerð nýrra sóknaráætlana sem taka eiga gildi um næstu áramót. Þegar hafa drög að áætlunum þriggja svæða verið sett inn í opna samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar og fleiri munu skila sér þangað inn á næstu vikum. Ein áætlun hefur þegar verið samþykkt.

Drög að nýrri sóknaráætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Fjórðungssambands Vestfirðinga hafa verið sett í samráðsgáttina. Þegar er búið að samþykkja sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra. Í öllum þessum áætlunum eru höfuðmálaflokkarnir atvinnuþróun og nýsköpun, umhverfismál, en einnig lögð áhersla á menningu, menntun, lýðfræðilega þróun, samfélag og skipulag.

Sóknaráætlanir landshluta eru unnar í samráði við heimamenn með fundum víða um umdæmi landshlutasamtakanna. Á Vestfjörðum voru haldnir opnir fundir og einnig fundir með ungmennum 16-25 ára. Á Norðurlandi vestra og Suðurlandi voru einnig haldnir fundir víða um svæðið. Á öllum svæðum voru síðan haldnir stórir fundir fyrir allt svæðið sem voru vel sóttir. Gera má ráð fyrir að unnið sé með svipuðu sniði á öðrum svæðum.

Áherslur í nýjum sóknaráætlunum hafa verið til kynningar og umræðu á fundum landshlutasamtaka og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, sem eru haldnir þessa dagana. Á fundunum er einnig rætt um árangur starfsins undangengið ár. Slíkir fundir eru á hverju hausti og annað hvert ár heimsækir stýrihópurinn landshlutasamtökin. Þegar hafa verið haldnir fundir á Vesturlandi, Ísafirði og Akureyri og á næstunni verður fundað á Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi og endað á höfuðborgarsvæðinu.  


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389