Fréttir
16 umsóknir bárust um viðbótaraflamark
Alls bárust 16 umsóknir um 1.800 þorskígildistonna aflaheimildir sem Alþingi fól Byggðastofnun að úthluta til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Byggðastofnun auglýsti eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimildanna og rann frestur til að skila umsóknum út á hádegi, mánudaginn 7. október sl.
Markmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi, eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu og eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.
Í því skyni var stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:
- skapaði eða viðhéldi sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
- stuðlaði að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og drægi sem mest úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna.
Farið var yfir innkomnar umsóknir á fundi stjórnar Byggðastofnunar 9. október sl. og er stefnt að því að niðurstaða verði kominn í byrjun nóvember.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfangið sigurdur@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember