Fara í efni  

Fréttir

25 nýsköpunarverkefni af landsbyggðunum hljóta styrk úr Lóu

25 nýsköpunarverkefni úr öllum landshlutum hlutu styrk úr Lóu, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina, þegar úthlutað var úr sjóðnum í gær. Þetta er í þriðja sinn sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið úthlutar styrkjum úr sjóðnum. Alls bárust 97 umsóknir í ár frá öllum landshlutum og var heildarfjárhæð úthlutana 100 milljónir króna. Viðfangsefni umsókna var á ýmsum sviðum en áherslur Lóu þetta árið voru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Lýsingar á verkefnunum 25 sem hlutu brautargengi í ár má nálgast hér og eru þær sannarlega ein birtingarmynd gróskunnar sem ríkir í nýsköpun í byggðum landsins. Sem dæmi um verkefni sem hljóta styrk í ár er áburðarframleiðsla úr hliðarstraumum laxeldis á Vestfjörðum, uppbygging sjálfbærar matvælaframleiðslu á Austurlandi, þróun og vinnsla bioplasts úr hampi á Norðurlandi eystra, þróun hliðarafurða laxa úr landeldi á Suðurlandi og þróun skráningar- og greiðslugáttar fyrir íþróttamótakerfi framtíðarinnar á Norðurlandi vestra.

Atvinnuráðgjafar landshlutasamtaka í öllum landshlutum veita ráðgjöf til einstaklinga, hópa og fyrirtækja um sókn í Lóuna, sem og aðra sjóði hins opinbera, í gegnum samninga við Byggðastofnun. Við hvetjum alla sem hafa hug á að sækja sér fjármagn í gegnum slíkar leiðir að hafa samband við atvinnuráðgjafa í sinni heimabyggð, en upplýsingar um ráðgjöfina má finna á heimasíðum landshlutasamtakanna.

Byggðastofnun óskar öllum styrkhöfum til hamingju með góðan árangur.

Nánar má lesa um úthlutun sjóðsins á vef Stjórnarráðsins hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389