Fara í efni  

Fréttir

Aðalsteinn Þorsteinsson skipaður skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála

Aðalsteinn Þorsteinsson skipaður skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála
Aðalsteinn Þorsteinsson

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu.

Aðalsteinn var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd. Hann mun taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi.

Aðalsteinn hefur starfað sem forstjóri Byggðastofnunar frá árinu 2002. Á þeim tíma hefur hann leitt stofnunina í gegnum umtalsverðar breytingar með farsælum hætti og náð góðum árangri. Að beiðni ráðherra tók hann tímabundið við starfi forstjóra Þjóðskrár Íslands og hefur gegnt því embætti frá því 1. febrúar síðastliðnum.

Aðalsteinn er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann hefur jafnframt lokið námi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri frá sama skóla.

Settur forstjóri Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, mun áfram sinna því starfi þar til ráðinn verður nýr forstjóri. Staðan verður auglýst innan skamms.

Jafnframt verður Hildur Ragnars sett tímabundið forstjóri Þjóðskrár Íslands til 1. ágúst næstkomandi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389