Fara í efni  

Fréttir

Aðlaðandi sveitarfélög í dreifbýli á Norðurlöndum

Af hverju gengur sumum sveitarfélögum betur að nýta auðlindir sínar, laða til sín fólk og skapa ný störf? Þetta var lykilspurningin sem fjallað var um í greiningu Nordregio á aðdráttarafli fjórtán sveitarfélaga á Norðurlöndum. 

Þau fjórtán svæði sem valin voru eru öll skilgreind sem aðlaðandi í þeim skilningi að bæði íbúum og störfum hefur fjölgað undanfarin ár. Í rannsókninni var leitast við að greina staðbundin áhrif á þróun starfa og fjölda íbúa á viðkomandi svæði.  Viðtöl voru tekin þar sem leitað var eftir viðhorfum varðandi þætti sem snúa að atvinnusköpun, lífskjörum í breiðum skilningi o.þ.h. 

Niðurstöðurnar voru birtar í skýrslunni Attractive rural municipalities in the Nordic countries Jobs, people and reasons for success from 14 case studies

Niðurstöður fyrir hvert og eitt svæði voru einnig birtar á sérstöku vefsvæði Rural Attractiveness Project Cases. Þar er hægt að skoða svokallaða "short story" annars vegar þar sem hægt er að sjá meginniðurstöður verkefnisins og síðan "full case study report" þar sem hægt er að lesa um rannsóknina í heild. 

Sveitarfélögin sem voru til skoðunar eru: Alvdal Noregi, Sveitarfélagið Árborg Íslandi, Avannaata Grænlandi, Bornholm Danmörku, Fljótsdalshérað Íslandi, Hjorring Danmörku, Inari Finnlandi, Jomala Álandseyjum, Klaksvík Færeyjum, Lebesby Noregi, Närpes Finnlandi, Oskarshamn Svíþjóð, Piteå Svíþjóð og Vágur Færeyjum. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389