Fara í efni  

Fréttir

Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga – lokahnykkur verkefnisins framundan

Á næstu mánuðum lýkur aðgerð C.10 í núgildandi byggðaáætlun, Áhrif loftslagsbreytinga og sveitarfélög. Verkefnið hefur verið leitt af Byggðastofnun í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Markmið þess er að styðja íslensk sveitarfélög við aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga, með því að þróa og prófa einfalt og hagnýtt ferli til að greina loftslagstengda áhættu, viðkvæmni og aðlögunaraðgerðir á sveitarstjórnarstigi.

Frá vinnustofu í verkefninu

Í verkefninu tóku fimm sveitarfélög þátt í tilraunaverkefni þar sem nálgunin var prófuð og sannreynd í nánu samstarfi við starfsfólk sveitarfélaganna og aðra hagaðila. Reynslan af þessari vinnu hefur nú verið dregin saman í fyrsta leiðarvísi fyrir sveitarfélög um mótun aðlögunaraðgerða, sem verður gefinn út í febrúar nk. Þessi fyrsta útgáfa leiðarvísisins lýsir, skref fyrir skref, hvernig sveitarfélög geta metið loftslagstengda áhættu og viðkvæmni sína gagnvart henni, mótað og forgangsraðað aðgerðum og byggt upp skipulagt ferli aðlögunar í sínu nærumhverfi. Sérstök áhersla er lögð á að sveitarfélög geti byggt á þeim gögnum og upplýsingum sem þegar eru til staðar, og felst aðferðafræðin því að miklu leyti í því að safna saman reynslu og þekkingu starfsfólks og nærsamfélagsins á skipulegan hátt.

Lokahnykkur verkefnisins verður málþing í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 12. febrúar nk. undir yfirskriftinni:
Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga

- frá áskorunum til aðgerða: leiðarvísir, verkfæri og reynsla sveitarfélaga.

Á málstofunni verða þarfir, væntingar og áskoranir íslenskra sveitarfélaga í forgrunni þegar kemur að aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga. Ný og fyrirhuguð verkfæri og leiðbeiningar fyrir sveitarfélög verða kynnt, þar á meðal fyrrnefnd fyrsta útgáfa leiðarvísis sem byggður er á aðgerð C.10 í byggðaáætlun. Nýútgefin fyrsta aðlögunaráætlun Íslands verður einnig kynnt, ásamt fleiru.

Málþingið er hugsað sem umræðuvettvangur fyrir fulltrúa sveitarfélaga um það hvað hefur gengið vel í aðlögunarmálum, hvað stendur í vegi fyrir framgangi – og hvernig best megi mæta þörfum sveitarfélaga innan málaflokksins á næstu árum.

Nánari upplýsingar um verkefnið má fá hjá Ragnhildi Friðriksdóttir, verkefnisstjóra - ragnhildur@byggdastofnun.is

Dagskrá málþingsins verður birt á næstu dögum á heimasíðu Byggðastofnunar.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2026
janúar
2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389