Fara í efni  

Fréttir

Áfangaskil í byggđaţróunarverkefni á Raufarhöfn

Senn líđur ađ lokum starfstíma Kristjáns Ţ. Halldórssonar, sérstaks verkefnisstjóra Byggđastofnunar á Raufarhöfn, en ráđningartímabiliđ er til 30. júní n.k.  

Frá ţví ađ umrćđa um ţróunarverkefni Byggđastofnunar, Norđurţings, Atvinnuţróunarfélags Ţingeyinga, Háskólans á Akureyri og íbúa Raufarhafnar hófst, á vormánuđum 2012, hefur ýmislegt veriđ til umfjöllunar og árangur náđst í nokkrum málum en minni í öđrum.  Dćmi um árangur eru aukin umsvif í veiđum og vinnslu, stofnun Rannsóknastöđvarinnar Rifs, sem er ćtlađ ađ hvetja erlenda og innlenda vísindamenn til ađ rannsaka náttúru Melrakkasléttu, áfangi í uppbyggingu Heimskautsgerđis, vinna viđ mótun Raufarhafnar sem áfangastađar ferđamanna og sérstakt átak í orkusparandi ađgerđum.  Frumkvćđi íbúa í félagsstarfi hefur blómstrađ og ber sérstaklega ađ nefna öflugt starf eldri borgara í nýju Félagi eldriborgara Raufarhöfn (FER) og Íbúasamtök Raufarhafnar.  Enn fremur gott starf sjálfbođaliđa viđ uppsetningu og rekstur heimasíđu Raufarhafnar á vegum íbúasamtakanna, međ stuđningi Norđurţings.  Ofangreint, ásamt t.d. góđri samstöđu um ađ fegra umhverfi viđ sparkvöll og fl.  er  stór ţáttur í ađ efla og styrkja sjálfsmynd og ímynd samfélagsins á Raufarhöfn og ţađ er afar mikilvćgur liđur í ađ snúa vörn í sókn.

Einn helsti lćrdómurinn af verkefninu er ţó sá ađ ţađ er er ekki ađ vćnta viđsnúnings í möguleikum byggđarlags til ađ blómstra á einum degi eđa einu til tveimur árum.  Ţví er ţađ ásetningur ţeirra sem ađ verkefninu standa ađ móta framhald ţess á nćstu mánuđum og er ţađ jafnframt hluti af yfirstandandi vinnu Byggđastofnunar viđ ađ móta verklag er getur gagnast byggđarlögum sem ţurfa og vilja snúa vörn í sókn.  Verklagiđ hefur fram ađ ţessu í daglegu tali veriđ kallađ „Brothćttar byggđir“.

Kristján mun starfa áfram á Ţróunarsviđi Byggđastofnunar og verđur starfsstöđ hans á Kópaskeri.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389