Fréttir
Afgerandi meirihluti íbúa er ánægður með búsetu sína
Könnunin meðal íbúa bæja og þorpa er hluti rannsóknarinnar Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnin er á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við innlenda og erlenda háskóla. Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri stýrir rannsókninni.
Niðurstöður sýna fram á að afgerandi meirihluti íbúa í smærri byggðarkjörnum er ánægður með búsetu sína. Flestir íbúar eiga fjölskyldu og vini í byggðarlaginu og flestir tengjast samfélaginu, staðnum og náttúrunni sterkum böndum. Í könnuninni kom m.a. fram að mikill meirihluti þeirra sem ætluðu ekki að flytja á næstu árum töldu hreint loft, kyrrð og ró, litla hættu á afbrotum og litla umferð skipta miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu sína í byggðarkjarnanum. Athygli vekur að talsvert fleiri þátttakendur töldu þessa þætti mikilvægari en atvinnu sína eða maka, húsnæðismál eða nálægð við foreldra, börn eða barnabörn. Þótt stundum sé talað um „sveitasæluna“ sem hálfgerða mýtu er ljóst að þessir þættir skipta verulegu máli fyrir byggðafestu í litlum byggðarkjörnum á Íslandi.
Hins vegar kom einnig í ljós að um fimmtungur ætlar mjög líklega að flytja frá byggðarlaginu tímabundið eða fyrir fullt og allt. Þar af ætla 14% líklega eða örugglega að flytja á brott á næstu 2–3 árum. Þótt hlutfall þeirra sem ætla að flytja sé misjafnt eftir byggðarkjörnum er lítill munur eftir landshlutum eða stærð byggðarkjarna. Atvinnutækifæri eru mikilvægasta einstaka ástæða þess að fólk segist ætla að flytja, en aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu og verslun og þjónustu skiptir einnig verulegu máli.
Skýrslu um Byggðafestu og búferlaflutninga: Bæir og þorp á Íslandi má nálgast HÉR (prentvæn útgáfa)
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember