Fara í efni  

Fréttir

Áfram unnið að verkefninu Raufarhöfn og framtíðinni á forsendum heimamanna

Áfram unnið að verkefninu Raufarhöfn og framtíðinni á forsendum heimamanna
Frá íbúafundi á Raufarhöfn 12. janúar

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin var fyrsta verkefnið í Brothættum byggðum og varð fyrirmynd verkefnisins á landsvísu. Það hófst á Raufarhöfn árið 2012 og íbúaþing var haldið í janúar 2013. Þar sem nú er komið  á sjötta ár frá upphafi verkefnisins er tímabært fyrir Byggðastofnun að stíga út úr verkefninu, samkvæmt verklagi stofnunarinnar fyrir verkefnið Brothættar byggðir.

Raufarhöfn var við upphaf verkefnisins verst setta byggðarlag landsins með tilliti til meðal annars fækkunar íbúa um rúm 51% á 14 árum, breytinga á aldurssamsetningu og fleiri þátta sem Byggðastofnun hefur skilgreint sem mælikvarða á stöðu byggðarlaga. Byggðin á Raufarhöfn er enn í varnarbaráttu en í dag trónir hún ekki efst á umræddum mælikvörðum.

Framtíðarsýn fyrir Raufarhöfn samkvæmt verkefnisáætlun er þessi: Raufarhöfn er þorp sem er byggt á tveimur megin atvinnugreinum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Sérstaða þess verði jafnframt nýtt til þess að laða að frekari fjölbreytni  í atvinnustarfsemi sem höfðar til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn. Þorpinu er vel viðhaldið, húsnæði í góðu ásigkomulagi og grunnmenntun og þjónusta  í boði.

Framtíðarsýnin hefur ekki ræst að fullu en tekin hafa verið markviss skref í þá átt. Sem dæmi er Raufarhöfn með samning við Byggðastofnun um aflaheimildir, styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða hefur þokað Heimskautsgerðinu vel áfram í samstarfi við Norðurþing, fjölmörg hús hafa verið lagfærð í átaki húseigenda er Orkusjóður styrkti og félagsstarf íbúa hefur eflst. Unnið er að merkingum á Raufarhöfn og öðrum spennandi verkefnum. Einnig má nefna afar spennandi verkefni sem er Rannsóknastöðin Rif og það erlenda samstarfsnet rannsóknastöðva sem hún tengist. Þá er ótalinn einn helsti ávinningurinn, sem er vaxandi trú heimamanna á framtíð samfélagsins og ýmis háttar framtak einkaaðila í atvinnu- og mannlífi án beinnar aðkomu verkefnisins.

Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin lætur nú af störfum í verkefninu Brothættum byggðum eftir kraftmikið og gott starf. Norðurþing, í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, mun halda áfram varnar- og uppbyggingarstarfi á Raufarhöfn í samstarfi við íbúa og ráðinn verður starfsmaður til að fylgja málum eftir. Stjórnvöld og stofnanir þurfa engu að síður í athöfnum sínum og ákvörðunum áfram að taka sérstakt tillit til byggðaáhrifa á Raufarhöfn líkt og í þeim byggðarlögum sem áfram verða þátttakendur í Brothættum byggðum. Framtíð þessara byggðarlaga ræðst ekki síst af því að allir leggist á eitt um að snúa vörn í sókn.

Byggðastofnun vill að síðustu þakka Silju, verkefnisstjórnarfulltrúum, Norðurþingi, Atvinnuþróunarfélagi, Eyþingi og síðast en ekki síst, íbúum á Raufarhöfn, fyrir samstarfið í verkefninu. 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389