Fara efni  

Frttir

hersla lg orsk-, bleikju- og laxeldi

Fiskeldi fellur undir tvö ráðuneyti, eldi sjávardýra undir sjávarútvegsráðuneyti og eldi ferskvatnsfiska undir landbúnaðarráðuneyti. Á vegum þessara ráðuneyta er starfandi sérstök sameiginleg nefnd, fiskeldisnefnd, sem er til ráðgjafar og stefnumótunar um eldi vatnafiska og nytjastofna bæði á landi og í sjó. Á árunum 2001 til 2002 var unnið verkefnið Þorskeldi á Íslandi: Stefnumótun og upplýsingabanki. Árið 2002 var unnin fyrir sjávarútvegsráðherra skýrsla um uppbyggingu seiðaeldis á þorski á Íslandi. Í samræmi við tillögur skýrslunnar og álit fiskeldishópsins var unnið að því að fá helstu aðila sem hafa áhuga á þorskseiðaeldi til samstarfs um uppbyggingu einnar stöðvar. Nú hefur verið stofnað fyrirtæki í eigu fjögurra aðila um rekstur seiðaeldisstöðvar á Stað í Grindavík. Þar munu m.a. fara fram rannsóknir er miða að kynbótum á eldisfiski. Landbúnaðarráðuneytið hefur lagt áherslu á bleikjueldi, en Íslendingar þykja leiðandi á því sviði í heiminum. Laxeldi hefur verið leyft í nokkrum fjörðum á Austurlandi og fer mest af framleiðslu eldislax fram í þeim landshluta en annað fiskeldi víða um land.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389