Fara í efni  

Fréttir

Áhöfnin á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014

Áhöfnin á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014
Áhöfnin á Húna

Eyr­ar­rósin, við­ur­kenn­ing fyrir framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­starf­semi á starfs­svæði Byggð­ar­stofn­unnar,  var afhent í tíunda sinn við hátíð­lega athöfn í Skaft­felli á Seyð­is­firði í dag að við­stöddum for­seta Íslands og for­setafrú. Það var Dor­rit Moussaief for­setafrú og vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­innar sem afhenti við­ur­kenn­ing­una í Skaft­felli á Seyð­is­firði en Skaft­fell er handa­hafi Eyr­ar­rós­ar­innar 2013.

Þrjú menn­ing­ar­verk­efni voru til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­innar í ár:

Verk­smiðjan á Hjalteyri, Skrímsla­setrið á Bíldu­dal og Áhöfnin á Húna. 

Verk­smiðjan og Skrímsla­setrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flug­ferðir inn­an­lands frá Flug­fé­lagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyr­ar­rós­ina, 1.650.000 krónur og flug­ferðir frá Flug­fé­lagi Íslands. Áhöfnin á Húna er sam­starfs­verk­efni tón­list­ar­manna og Holl­vina Húna II.  Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hring­inn í kringum landið. Haldnir voru 16 tón­leikar í sjáv­ar­byggðum lands­ins. Rík­is­út­varpið fylgdi sigl­ing­unni eftir með beinum útsend­ingum frá tón­leikum áhafn­ar­innar sem og sjón­varps– og útvarps­þátta­gerð þar sem lands­mönnum öllum gafst tæki­færi til að fylgj­ast með ævin­týrum áhafn­ar­innar. Húni II hefur á und­an­förnum árum vakið athygli fyrir áhuga­vert starf í menn­ing­ar­tengdri ferða-þjónustu og er sam­starf hans við tón­listar­fólkið í Áhöfn­inni á Húna liður í að efla það enn frekar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389