Fara í efni  

Fréttir

Allir landsmenn hafi ađgang ađ 2 mb sambandi á nćstu árum

Það liggur fyrir að umtalsverður kostnaður er við að leggja ljósleiðara til allra lögbýla í dreifbýli og fjarskiptafyrirtæki telja það ekki arðbæra fjárfestingu miðað við núverandi tækni og markaðsaðstæður. Samgönguráðuneytið skipaði starfshóp sem fékk það verkefni að leita leiða til að auka og bæta gagnaflutningsmöguleika í dreifðari byggðum landsins. Niðurstaða þess starfs var verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli (UD). Í október sl. voru undirritaðir samningar á milli Landssíma Íslands og UD um að öll lögbýli í landinu hefðu aðgang að ISDN-tengingu. Með því er komið til móts við þarfir hinna dreifðari byggða og tengingar stórbættar. Samgönguráðuneytið stefnir að því að landsmönnum verði boðin 2 Mb/s tenging við internetið á næstu árum. Uppbygging þessarar þjónustu verður jafnframt að miðast við að sami kostnaður verði við gagnaflutninga, óháð vegalengd.


Til baka

Fréttasafn

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389