Fara í efni  

Fréttir

Almenningssamgöngur milli byggđa

Sigurđur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra, hefur stađfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024. Ađ ţessu sinni verđur 32,5 milljónum króna úthlutađ til ellefu verkefna á sviđi almenningssamgangna um land allt (ađgerđ A. 10) fyrir árin 2020 og 2021 en fyrirheit hafa veriđ gefin um styrki ađ heildarupphćđ 47,3 milljónum króna á árunum 2020-2023. Markmiđ međ framlögunum er ađ styđja viđ áframhaldandi ţróun almenningssamgangna um land allt. 
 

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

 • Samţćtting skóla- og tómstundaaksturs og almenningssamgangna. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til ađ kortleggja möguleikana á ţví ađ tengja saman skólaakstur í grunn- og framhaldsskóla á Vesturlandi sem og tómstundaakstur ţar sem hann er viđ almenningssamgöngur í landshlutanum, sem og ađ vinna tillögu ađ leiđakerfi. Verkefniđ er styrkt um kr. 2.000.000.
 • Efling ţjónustu og atvinnusóknar á norđanverđum Vestfjörđum. Vestfjarđastofa ses. hlýtur styrk til ađ efla almenningssamgöngur til og frá Flateyri međ ţađ ađ markmiđi ađ bćta ţjónustu viđ íbúa á Flateyri, en horfa jafnframt til samlegđaráhrifa fyrir nágrannabyggđarlögin Suđureyri, Flateyri og Ţingeyri. Verkefniđ er styrkt um kr. 1.000.000 áriđ 2020 og kr. 3.200.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 10.600.000.
 • Sambíllinn. Vestfjarđastofa ses. hlýtur styrk til ađ greina möguleika ţess ađ efla almenningssamgangnaakstur međ ţví ađ nýta ţjónustu sem ţegar er í bođi, s.s. skólaakstur og ţjónustuakstur. Verkefniđ er styrkt um kr. 3.000.000.
 • Pöntunarakstur. Vestfjarđastofa ses. hlýtur styrk til ađ koma upp akstri til og frá Reykhólahreppi og Drangsnesi og tengja samgönguneti almenningssamgangna. Verkefniđ er styrkt um kr. 1.000.000 áriđ 2020 og kr. 2.700.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 9.100.000.
 • Pöntunarakstur. Vesturbyggđ og Tálknafjarđarhreppur hafa í samstarfi viđ fyrirtćki í sveitarfélögunum byggt upp almenningssamgöngur á milli byggđarlaga og vilja auka sveigjanleika kerfisins. Vestfjarđarstofa ses. hlýtur styrk til ađ koma á pöntunarţjónustu međ ađilum sem hafa til ţess bćr leyfi. Verkefniđ er styrkt um kr. 200.000 áriđ 2020 og kr. 1.500.000 á ári, árin 2021-2023. Samtals kr. 4.700.000.
 • Fýsileikakönnun almenningssamgangna á Norđurlandi vestra. Samtök sveitarfélaga á Norđurlandi vestra fćr styrk til ađ kanna ţróun almenningssamgangna innan og/eđa milli vinnusóknarsvćđa á Norđurlandi vestra. Verkefniđ er styrkt um kr. 2.900.000.
 • Samlegđ farţega og póstflutninga á Norđausturlandi. Samtök sveitarfélaga og atvinnuţróunar á Norđurlandi eystra hljóta styrk til ađ samnýta póst- og farţegaflutninga frá Húsavík til Ţórshafnar. Verkefniđ er styrkt um kr. 2.800.000.
 • Fólk og farmur á Austurlandi. SvAust hlýtur styrk til ađ kortleggja ţá ađila á Austurlandi sem sinna fólks- og/eđa farmflutningum og kanna möguleika á ađ tengja gildandi leiđarkerfi SvAust viđ ađrar stofnleiđir á hringveginum. Verkefniđ er styrkt um kr. 3.000.000.
 • Farveita. SvAust hlýtur styrk til ađ skilgreina ţjónustuţörf á Austurlandi og ţróa smáforrit sem gerir farţegum kleift ađ tengjast inn á áćtlunarkerfi SvAust međ pöntunarţjónustur. Verkefniđ er styrkt um kr. 3.000.000.
 • Frístundaakstur og almenningssamgöngur. Sveitarfélagiđ Hornafjörđur hlýtur styrk til áframhaldandi ţróunar á frístunda- og tómstundaakstri milli Hafnar og Suđursveitar annars vegar og Hafnar og Lóns hins vegar. Verkefniđ er styrkt um kr. 3.200.000.
 • Rannsóknar- og ţróunarverkefni á sviđi almenningssamgangna á Suđurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hljóta styrk til ađ greina ţjónustu almenningssamgangna á landsbyggđinni sem unnt verđur ađ nýta í öđrum landshlutum. Könnun á međal íbúa og gesta á Suđurlandi um ferđahegđun. Verkefniđ er styrkt um kr. 3.000.000.

Alls bárust 22 umsóknir og samtals var sótt um tćplega 125 milljónir kr. fyrir árin 2020-2021. Ţriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerđi tillögur til ráđherra.

Í valnefndinni sátu ţau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. sviđsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfrćđingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytinu, sem er formađur nefndarinnar. Međ valnefnd störfuđu Árni Freyr Stefánsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfrćđingar í samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytinu og Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir sérfrćđingur hjá Byggđastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samrćmi viđ reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389