Fara í efni  

Fréttir

Árleg ráđstefna Norđurslóđaáćtlunarinnar (NPA)

Árleg ráđstefna Norđurslóđaáćtlunarinnar (NPA) var haldin 21. september síđastliđinn í Galway á Írlandi. Yfirskrif ráđstefnunnar í Galway var Blue Opportunities: The Marine Economy in the NPA. Um 130 ţátttakendur frá 12 löndum voru samankomnir til ađ fjalla um tćkifćri og vaxtamöguleika sem til stađar eru í sjávarlífhagkerfinu sem er mikilvćgt fyrir NPA-löndin sem deila auđlindum Atlantshafsins.

Á ráđstefnunni var m.a. fjallađ um margvíslega nýtingamöguleika hafsins, yfirfćrslu ţekkingar og upplýsingamiđlun ţvert á áćtlanir og rannsóknarsviđ til ađ efla vöxt samfélaga sem byggja afkomu sína á sjávartengdum atvinnugreinum.

Í forgangi hjá NPA er ađ styrkja samstarfsverkefni sem stuđla ađ nýsköpun og frumkvöđlastarfsemi sem hafa ađ leiđarljósi sjálfbćra nýtingu auđlinda, samhliđa umhverfisvernd og ađlögun ađ loftslagsbreytingum.    

Á ráđstefnunni voru ţrjú erindi undir yfirskriftinni: Sjávartengd frumkvöđlastarfsemi m.a. var kynning á NPA verkefnunum Smart Fish og Urchin. Háskóli Íslands leiđir Smart Fish í verkefninu er unniđ ađ ţróun og hönnun snjallstrikamerkja og örgjafa sem tryggja rekjanleika matvćla, frá framleiđanda til neytanda. Hafrannsóknarstofnun Íslands, Ţórishólmi og Matís taka ţátt í Urchin sem felst m.a. í ađ kortleggja ígulkerastofninn, ţróun nýtingamöguleika og ţróun nýrra ađferđa viđ veiđar. Flutt voru ţrjú erindi undir yfirskriftinni: Hafiđ, ströndin og umhverfiđ, m.a. var kynning á NPA verkefninu APP4SEA sem Háskóli Íslands tekur ţátt í samstarfi viđ Landhelgisgćsluna. Unniđ er ađ ţróun hugbúnađur sem sameinar í rauntíma skipaferđir, veđurfar og hafstrauma. 

Hugbúnađurinn nýttist m.a. til ađ samhćfa viđbragđsáćtlanir á Norđurslóđum ef slys og/eđa mengunaróhöpp verđa. Ađ lokum voru ţrjú erindi undir yfirskriftinni: Ţátttaka allra, sjálfbćr vöxtur og ferđaţjónusta. Ráđstefnugestir fengu m.a. ađ kynnast fćreyskri gestrisni (heimablídni). Víđa í Fćreyjum er skortur á ţjónustu viđ ferđamenn og á nyrstu eyjunum eru fá eđa engin veitingahús.. Heimamenn hafa svarađ aukinni eftirspurn eftir ţjónustu m.a. međ ţví ađ bjóđa gestum heim til sín. Á međan erindinu stóđ barst ilmur af nýbökuđum vöfflum um salinn og nutu ráđstefnugestir góđs af fćreyskri gestrisni.   

Öll erindin eru ađgengileg hér. http://www.interreg-npa.eu/events/npa-annual-event-2017-blue-opportunities-the-marine-economy-in-the-npa/

Kynning á Smart Fish

 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389