Fara í efni  

Fréttir

Ársfundur Byggđastofnunar 2020

Ársfundur Byggđastofnunar var haldinn fimmtudaginn 16. apríl.  Ađstćđur í samfélaginu settu mark sitt á efni og framkvćmd fundarins og fór hann fram í formi fjarfundar ađ ţessu sinni.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra kynnti skipan sjö manna stjórnar Byggđastofnunar á ársfundinum og var Magnús B. Jónsson frá Skagaströnd aftur skipađur formađur stjórnarinnar.  Í tengslum viđ ársfundinn kom út ársskýrsla Byggđastofnunar en ţar má lesa nánar um einstök verkefni og rekstur stofnunarinnar á síđasta starfsári.

Í stjórn Byggđastofnunar starfsáriđ 2020-2021 sitja:

 • Magnús B. Jónsson
 • Halldóra Kristín Hauksdóttir
 • Sigríđur Jóhannesdóttir
 • Gunnar Ţorgeirsson
 • Karl Björnsson
 • María Hjálmarsdóttir
 • Unnar Hermannsson

Varastjórn:

 • Bergur Elías Ágústsson
 • Herdís Ţórđardóttir
 • Ţórey Edda Elísdóttir
 • Lilja Björg Ágústsdóttir
 • Anna Guđrún Björnsdóttir
 • Friđjón Einarsson
 • Heiđbrá Ólafsdóttir

Sigurđur Ingi Jóhannsson, ráđherra byggđamála, sagđi í ávarpi sínu á ársfundinum ađ ýmis jákvćđ teikn vćru á lofti ţrátt fyrir margvísleg vandamál og áskoranir, sem ţjóđin stćđi frammi fyrir vegna COVID-19 faraldursins.  Sem dćmi um ţađ nefndi ráđherra ađ ţjóđin hefđi á undraskömmum tíma lćrt ađ nýta nýjustu tćki í samskiptum og ţví  komiđ sér afar vel ađ búiđ er ađ leggja háhrađa netsamband um allt land.  Ráđherra sagđi ađ tćknin og tćkifćri henni tengd ćttu eftir ađ greiđa götu margvíslegra ađgerđa sem styrkja byggđaţróun, s.s. störf án stađsetningar, rekstur fjarvinnslustöđva og fjarheilbrigđisţjónustu. 

„Viđ ţurfum ađ nálgast málin međ ţví ađ rýna í tćkifćrin og hvernig áföll sem ţessi sem viđ nú göngum í gegnum, ţó vissulega séu afar stór og umfangsmikil og varđi marga, geti engu ađ síđur leitt til jákvćđrar ţróunar á sumum sviđum,“ sagđi Sigurđur Ingi.

Byggđasjónarmiđ ađ leiđarljósi viđ endurreisn fyrirtćkja

Fram kom í ávarpinu ađ ráđherra hafi átt samráđsfund međ landshlutasamtökum sveitarfélaga og fleirum í byrjun apríl ţar sem fariđ var yfir stöđuna.  Ráđherra sagđi ađ ţar hafi komiđ fram góđ ábending um ađ mikilvćgt vćri ađ setja upp „byggđagleraugu“ ţegar komi ađ ţví ađ takast á viđ vandann og vinna okkur út úr honum. „Ţađ geti til dćmis átt viđ ţegar fariđ verđur í ţađ ađ meta „lífvćnleika“ fyrirtćkja og ađstođ og fyrirgreiđslu stóru fjármálastofnananna viđ einstök fyrirtćki.  Brúarlánin svokölluđu eru ţar efst á blađi.  Ţađ geta veriđ fleiri sjónarmiđ sem skipta ţar máli en bara hreinn efnahagsreikningur, ţađ verđur ađ meta í hvađa samhengi fyrirtćkin starfa, samfélagsleg áhrif ţeirra og gildi, byggđasjónarmiđin,“ sagđi Sigurđur Ingi. Hann sagđi ađ ráđuneytiđ og Byggđastofnun myndu fylgjast vel međ ţeirri framvindu.

Ađ lokum ţakkađi ráđherra stjórn og starfsfólki Byggđastofnunar fyrir mikilvćgt framlag til byggđamála í landinu. „Hlutverk og mikilvćgi stofnunarinnar hefur aldrei veriđ meira en nú og ég tel líka ađ hún hafi mikiđ traust í samfélaginu. Ţađ hefur tekist ađ byggja upp mjög ánćgjulegt samstarf ţvert á málaflokka og ţvert á stjórnsýslustig um byggđamál. Byggđastofnun er ţar í lykilhlutverki.“

Magnús B. Jónsson stjórnarformađur gerđi grein fyrir störfum stjórnar á starfsárinu og lýsti helstu verkefnum hennar.  Áhersla hefur veriđ lögđ á innra starf stjórnar og var Helga Hlín Hákonardóttir ráđgjafi hjá Strategíu ehf. ráđin til ađ framkvćma árangursmat á störfum stjórnar og forstjóra stofnunarinnar auk ţess sem haldiđ var námskeiđ um stjórnarhćtti.  Í matinu var lögđ áhersla á fjölmarga ţćtti, ţ.á.m. hvort stjórn starfi í samrćmi viđ starfsreglur sínar og hvort mikilvćg stjórnarmálefni séu undirbúin međ fullnćgjandi hćtti, auk mats á störfum forstjóra og rekstri stofnunarinnar í heild.  Matiđ kom vel út ţó alltaf séu tćkifćri til umbóta.  Í máli formanns kom einnig fram ađ vegna áhrifa Covid 19 veirunnar stöndum viđ á ákveđnum krossgötum í byggđalegu tilliti.  Međ ţeirri niđursveiflu sem ekki verđur hjá komist ţrátt fyrir ágćtar ađgerđir ríkisstjórnar og annarra stjórnvalda munu ţeir sem veikastir eru fyrir eiga erfiđast uppdráttar.  Ţar gćtu veikari byggđarlög stađiđ höllum fćti og mjög líklegt ađ töluvert ákall verđi til ađ Byggđastofnun komi ađ málum bćđi fyrirtćkja og heilla byggđarlaga í landsbyggđunum

Ađalsteinn Ţorsteinsson forstjóri lýsti viđbúnađi Byggđastofnunar vegna Covid 19 faraldursins.  Áhrifin á innra starf stofnunarinnar eru einkum ţau ađ gerđ var sérstök viđbúnađaráćtlun til ađ draga úr líkum á truflun á starfseminni og draga úr hćttu á veikindum á međal starfsfólks.  Starfsfólkinu var skipt í tvo jafnstóra hópa og vinnur helmingurinn heima viku og viku í senn.  Allt starfsfólk hefur fengiđ VPN tengingar til ađ geta unniđ ađ heiman í tölvukerfum stofnunarinnar á öruggan hátt.  Ýmsar ráđstafanir voru gerđar til ađ fćkka smitleiđum  og lokađ fyrir ađgang utanađkomandi ađ skrifstofunni.  Ţá hefur auđvitađ dregiđ mjög verulega úr hefđbundnum fundum og ţeir ţess í stađ fćrst nćr alveg á netiđ.

Útá viđ hefur veriđ lögđ mikil áhersla á samskipti og miđlun upplýsinga t.d. međ samráđsfundum atvinnuţróunarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga á netinu, og hefur ráđherra byggđamála setiđ einn slíkan fund.  Ánćgja hefur veriđ međ ţessa fundi, en ţar gefst fćri á ađ miđla upplýsingum á milli landshluta um stöđu fyrirtćkja og verkefni sveitarfélaga í faraldrinum.  Hvađ útlánastarfsemina varđar hefur mjög mikill tími fariđ í samskipti viđ skuldara stofnunarinnar.  Byggđastofnun er, auk viđskiptabanka, sparisjóđa og lífeyrissjóđa ađili ađ samkomulagi um tímabundna greiđslufrestun á lánum vegna heimsfaraldurs Covid 19 en markmiđ samkomulagsins er ađ greiđa fyrir hrađri og samrćmdri úrlausn mála og stuđla ađ jafnrćđi á međal lánveitenda og lántaka.  Fjöldi beiđna um frestun greiđslna hefur nú ţegar veriđ afgreiddur.  Mest af ţeim kemur eđlilega frá fyrirtćkjum í ferđaţjónustu, en ţó er ljóst ađ vandrćđi ţeirra smita mikiđ frá sér inn í rekstrarumhverfi annarra greina.  Ljóst er ađ ţetta mun hafa veruleg áhrif á sjóđsstreymi stofnunarinnar ţegar frá líđur. 

Síđasta starfsár var ţó gott fyrir Byggđastofnun og byggđamál yfirleitt.  Byggđamál og byggđaţróun njóta nú stöđugt vaxandi athygli og áhuga jafnt međal almennings og hjá ţeim sem starfa á vettvangi stjórnmála, bćđi á sveitarstjórnarstigi sem og á landsvísu.  Ţađ er mat Byggđastofnunar ađ framkvćmd ađgerđa skv. byggđaáćtlun miđi vel áfram og er vinna í tengslum viđ flestar ađgerđir hennar vel á veg komin.  Merkja má aukna áherslu á byggđamál hjá stjórnvöldum sem m.a. má sjá af ţví ađ fjölmörg ţingmál tengjast nú beint og markvisst einstökum tillögum byggđaáćtlunar.  Ţá hefur fćrst mjög í vöxt ađ fulltrúar Byggđastofnunar séu kallađir á fundi ţingnefnda í umfjöllun um einstök mál.

Rekstur Byggđastofnunar gengur vel og hefur skilađ afgangi undanfarin 7 ár.  Hagnađur ársins 2019 nam alls 95 mkr.  og nemur uppsafnađur hagnađur síđustu 7 ára rúmum 1100 milljónum króna.  Útlánasafniđ hefur stćkkađ jafnt og ţétt og nemur nú 16.2 milljörđum króna og eiginfjárhlutfall í árslok 2019 var 19.25% og stofnunin ţví vel yfir viđmiđum um lágmarks eigiđ fé.  Ţađ er mikilvćgt en ljóst er ađ verulega mun reyna á fjárhag Byggđastofnunar á nćstu mánuđum og misserum og til ţess getur komiđ ađ ţörf verđi á eiginfjárframlagi úr ríkissjóđi til ađ mćta ţeim áföllum ţó erfitt sé nú ađ leggja mat á umfang vandans.

Nú í vor eru ađ verđa mikil tímamót í sögu Byggđastofnunar ţegar hún tekur í notkun nýtt hús fyrir starfsemina.  Ţetta styrkir ímynd hennar sem faglega sterkrar stofnunar sem sinnir mikilvćgu hlutverki í ţágu lands og ţjóđar en einnig er í ţessu fólgin yfirlýsing af hálfu stjórnvalda um mikilvćgi málaflokksins og ţeirra verkefna sem Byggđastofnun starfar ađ.  Byggđastofnun var flutt frá Reykjavík til Sauđárkróks áriđ 2001 og hefur frá ţeim tíma veriđ til húsa í leiguhúsnćđi sem hentar ekki lengur ţörfum hennar. Starfsemin hefur vaxiđ međ ţví ađ Byggđastofnun hafa verđi falin ný og stór verkefni og starfsfólki hefur fjölgađ undanfarin ár.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389