Fara í efni  

Fréttir

Ársfundur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn 20. maí sl. að Hótel Reynihlíð við Mývatn.  Á fundinum hélt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarp, auk Örlygs Hnefils Jónssonar stjórnarformanns Byggðastofnunar og Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra.


Að loknum ræðum þeirra var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni ,,Nýting orkuauðlinda til svæðisbundinnar uppbyggingar"  Erindin héldu Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar.  Fundarstjóri var Drífa Hjartardóttir, stjórnarmaður í Byggðastofnun.

Að loknum erindum svöruðu fyrirlesara spurningum úr sal.  Rúmlega 70 manns mættu á fundinn og var salurinn á Hótel Reynihlíð þéttsetinn.

Anna Kristín Gunnarsdóttir var skipuð formaður stjórnar Byggðastofnunar til eins árs og Bjarni Jónsson varaformaður.  Guðjón Guðmundsson og Örlygur Hnefill Jónsson fóru úr stjórn.  Í stað þeirra komu Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ásmundur Sverrir Pálsson.

Erindi og kynningar má nálgast hér.

Myndir frá fundinum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389